Agnes Dís Brynarsdóttir úr skautafélaginu Björninn varð í dag bikarmeistari í listhlaupi kvenna á skautum. Vala Rún B. Magnúsdóttir sem varð bikarmeistari í fyrra hafnaði í öðru sæti.
Valtýr Björn Valtýsson tók viðtal við hina 16 ára gömlu Agnesi Dís að lokinni keppni sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði en Agnes segist óhrædd við að reyna nýja hluti á svellinu.
„Maður á alltaf að prófa eitthvað nýtt. Það er gaman og annars kemst maður ekkert lengra,“ sagði bikarmeistarinn ungi meðal annars en hún hefur æft listdans á skautum frá sex ára aldri.
Agnes Dís varð bikarmeistari í listhlaupi
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar