UFC 179: Mendes vill hefnd Pétur Marinó Jónsson skrifar 25. október 2014 21:30 Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Í kvöld fer UFC 179 fram í beinni á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Jose Aldo og Chad Mendes um fjaðurvigtartitilinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir Jose Aldo og Chad Mendes mætast. Bardagamennirnir öttu kappi í janúar 2012 en þá sigraði Jose Aldo hinn bandaríska Chad Mendes með rothöggi þegar ein sekúnda var eftir af fyrstu lotu. Nú getur Mendes hefnt fyrir hans eina tap á ferlinum. Sigurinn var að vissu leiti umdeildur þar sem Aldo greip í búrið sem hjálpaði honum að verjast fellu Mendes. Skömmu síðar rotaði Aldo Mendes. Jose Aldo hefur varið fjaðurvigtarbelti sitt í átta skipti og er ósigraður í UFC. Aldo þykir einn allra besti bardagamaður heims, pund fyrir pund, og hefur ekki lent í teljandi vandræðum með að verja beltið sitt í UFC. Hann er með virkilega gott Muay Thai og eru spörkin hans með þeim betri í bransanum. Af 24 sigrum hans hafa 14 komið eftir rothögg. Vandamálið hjá Aldo er að svo virðist sem niðurskurðurinn sé of erfiður fyrir hann en hann þykir stór í fjaðurvigtinni. Þannig hefur hann eilítið fjarað út í seinni lotum bardagans vegna þreytu og á Chad Mendes mestu möguleika á sigri nái hann að draga bardagann í seinni loturnar. Chad Mendes er verulega sterkur glímumaður. Hann átti góðan feril í bandarísku háskólaglímunni þar sem hann var tvisvar meðal átta efstu á landsvísu í efstu deild. Eftir tapið gegn Aldo hefur Mendes verið óstöðvandi og sigrað fimm bardaga í röð og þar af fjóra með rothöggi. Mendes æfir hjá Team Alpha Male og Jose Aldo hjá Nova Uniao. Þetta verður í sjötta sinn sem þessi lið mætast um titil í UFC en aðeins einu sinni hefur Team Alpha Male haft betur. Það átti sér stað fyrr á þessu ári þegar TJ Dillashaw sigraði góðvin Jose Aldo, Renan Barao, eftir rothögg í 5. lotu. Takist Mendes að taka titil Aldo verða allir UFC meistararnir bandarískir. Mendes á mestu möguleika á sigri ef hann notar fellurnar sínar og dregur Aldo í seinni lotur bardagans. Aldo er hættulegastur í fyrstu tveimur lotunum og takist Mendes að lifa þær af er aldrei að vita nema hvort við fáum nýjan fjaðurvigtarmeistara. Nánar má lesa um meistarann Jose Aldo hér. UFC 179 er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.
MMA Tengdar fréttir Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00 McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjá meira
Conor: Ég mun hvíla eistun á enninu þínu | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor heldur áfram að gera allt vitlaust í UFC-heiminum. 22. október 2014 14:00
McGregor ætlar að gera allt vitlaust í Brasilíu Vélbyssukjafturinn frá Írlandi, Conor McGregor, heldur áfram að stela senunni fyrir UFC-bardagakvöld helgarinnar þó svo hann sé ekki að fara að keppa. 23. október 2014 22:30