Lífið

Leit Bó að Jólastjörnunni nær hámarki

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skráning í Jólastjörnu ársins 2014 lýkur hér á Vísi í kvöld. Jólastjarnan er söngkeppni fyrir börn yngri en sextán ára og kemur sigurvegarinn fram á stórtónleikunumJólagestir Björgvins eins og síðustu ár. Í meðfylgjandi myndbroti talar Björgvin Halldórsson sjálfur um keppnina en hún hefur verið gríðarlega vinsæl síðustu ár.

Þeir sem vilja skrá sig þurfa að syngja lag að eigin vali og senda inn hlekk á myndbandsupptökuna af söngnum. Myndböndin eða skrárnar skal merkja á þennan hátt: Jólastjarnan 2014 - Nafn keppanda.

Tíu bestu söngvararnir að mati dómnefndar verða boðaðir í prufur og eftir þær mun sigurvegarinn koma í ljós. 

Ísland í dag á Stöð 2 mun fylgjast grannt með framvindunni og afhjúpa sigurvegarann þegar af því kemur en dómnefndina skipa Björgvin Halldórsson, Gissur Páll, Gunnar Helgason og Jóhanna Guðrún.

Í fyrra var það Eik Haraldsdóttir sem bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni en hún heillaði dómnefnd upp úr skónum. Hér fyrir neðan má sjá áheyrnarprufu Eikar:


Tengdar fréttir

Tíu Jólastjörnur í úrslit

Tíu ungmenni sem komin eru í úrslit Jólastjörnunnar 2013 hittu dómnefndina í gær í úrslitaprufum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.