Ingvar og Harpa kosin best - Stjarnan átti kvöldið - myndir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2014 19:08 Ingvar og Harpa með verðlaun sín. Vísir/Ernir Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Stjarnan átti kvöldið á verðlaunahátíð KSÍ í kvöld þar sem afhent voru verðlaun fyrir tímabilið í Pepsi-deild karla og kvenna í fótbolta. Stjarnan átti bæði bestu leikmenn og bestu þjálfara í deildunum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á hófið í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir nepðan. Ingvar Jónsson, markvörður Íslandsmeistara stjörnunnar og Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar voru í kvöld kosin leikmenn ársins í Pepsi-deildunum en þau fengu verðlaunin afhent á verðlaunahátíð KSÍ. Harpa Þorsteinsdóttir var kosin best annað árið í röð en hún varð langmarkahæsti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í sumar. Ingvar varði frábærlega mark Stjörnunnar sem varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. Elías Már Ómarsson, vængmaður Keflavíkur, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar karla í fótbolta en þetta er annað árið í röð sem Keflvíkingar eiga efnilegasta leikmann deildarinnar því Arnór Traustason fékk þessi verðlaun í fyrra. Guðrún Karítas Sigurðardóttir, framherji íA, var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildar kvenna í fótbolta en hún er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrum landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Íslands og bikarmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna en liðið vann tvöfalt í fyrsta sinn í sögu félagsins. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Íslandsmeistara Stjörnunnar var valinn besti þjálfari ársins í Pepsi-deild karla en undir hans stjórn varð Stjarnan Íslandsmeistari í fyrsta sinn í karlaflokki. Bestu dómararnir í Pepsi-deilum karla og kvenna voru valin Bríet Bragadóttir hjá konunum og Kristinn Jakobsson hjá körlunum.Verðlaunahafar 2014Bestu dómarar (valið af leikmönnum deildanna)Besti dómari í PD kvenna – Bríet BragadóttirBesti dómari í PD karla – Kristinn JakobssonMarkahæstu leikmenn PD kvenna1. sæti. 27 mörk, Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan2. sæti. 12 mörk, Shaneka Gordon (lék færri mínútur en Fanndís)3. sæti. 12 mörk, Fanndís Friðriksdóttir, BreiðablikMarkahæstu leikmenn PD karla1. sæti. 13 mörk, Gary Martin, KR2. sæti. 12 mörk, Jonathan Glenn, ÍBV3. sæti. 11 mörk, Ólafur Karl Finsen, StjarnanEfnilegustu leikmenn Pepsi-deilda (valið af leikmönnum deildanna)Efnilegasti leikmaður PD kvenna – Guðrún Karitas Sigurðardóttir, ÍAEfnilegasti leikmaður PD karla – Elías Már Ómarsson, KeflavíkBestu leikmenn (valið af leikmönnum deildanna)Besti leikmaður PD kvenna – Harpa Þorsteinsdóttir, StjarnanBesti leikmaður PD karla – Ingvar Jónsson, StjarnanÞjálfarar ársins (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Þjálfari ársins í PD kvenna – Ólafur Þór Guðbjörnsson, StjarnanÞjálfari ársins í PD karla – Rúnar Páll Sigmundsson, StjarnanViðurkenningar Borgunar og KSÍ fyrir heiðarlega framkomu (valið af háttvisinefnd KSÍ)Heiðarleg framkoma lið í PD kvenna kvenna - StjarnanHeiðarleg framkoma lið í PD karla - KRHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD kvenna – Guðmunda Brynja Óladóttir, SelfossHeiðarleg framkoma einstaklingur í PD karla – Óskar Örn Hauksson, KRBestu stuðningsmenn (valið af valnefnd Ölgerðarinnar og KSÍ)Stuðningsmenn PD kvenna - SelfossStuðningsmenn PD karla - StjarnanVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/ErnirVísir/Ernir
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira