Banamaður Bin Laden kemur fram opinberlega Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2014 09:56 Hryðjuverkaleiðtoginn Osama Bin Laden var tekinn af lífi í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í Pakistan þann 2. maí 2011. Vísir/AFP Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“ Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira
Robert O‘Neill, 38 ára fyrrverandi bandarískur hermaður, segist vera sá sem drap hryðjuverkaleiðtogann Osama Bin Laden í áhlaupi sérsveitar Bandaríkjahers í pakistanska bænum Abbottabad 2. maí 2011. Sjónvarpsstöðin Fox News mun brátt sýna þátt í tveimur hlutum þar sem O‘Neill greinir frá því hvernig sérsveitin réðst til atlögu gegn Bin Laden og skaut hann til bana. Breska blaðið MailOnline greinir frá nafni O‘Neill sem hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í hernum. Í fréttinni eru jafnframt birtar myndir af O'Neill. Í frétt MailOnline kemur fram að O‘Neill hafi hætt í Bandaríkjaher eftir sextán ára starf, nokkru fyrr en samningur hans gerði ráð fyrir og hafi hann þar með misst af ýmsum sjúkra- og eftirlaunaréttindum. Hann kveðst óánægður með það og hafi því ákveðið að koma fram og segja sögu sína. Æðsta stjórn innan fyrrverandi deildar O‘Neill (Navy Seal) hefur í bréfi greint frá því að núverandi sérsveitarmenn séu mjög óánægðir með ákvörðun O‘Neill og að hann verði jafnvel dreginn fyrir dóm fyrir að greina opinberlega frá upplýsingum sem sem trúnaður ríkir yfir. „Trúnaðarupplýsingar eru varðar með lögum,“ segja þeir í bréfinu.52 orður og viðurkenningar O‘Neill ólst upp í koparnámubæ í ríkinu Montana og segir faðir hans, Tom O‘Neill, að sonurinn hafi gengið í herinn nítján ára gamall. Sem liðsmaður sérsveitar hersins á hann að hafa starfað bæði í Írak og Afganistan og hlotið 52 viðurkenningar og orður fyrir störf sín. Tom segir son sinn hafa tekið þátt í rúmlega 400 verkefnum á vegum hersins. Robert O‘Neill hefur áður rætt við fjölmiðla, þar á meðal tímaritið Esquire í mars 2013, en þá kom hann ekki fram undir nafni. Þá lýsti hann yfir óánægju með hvernig herinn færi með hermenn sem hefðu látið af störfum. Í samtali við MailOnline segist Tom O‘Neill nú oft hafa fengið spurninguna um hvort hann óttist að liðsmenn ISIS muni nú leita þá uppi nú þegar Robert hefur ákveðið að segja sína sögu opinberlega. „Þá svara ég að ég muni teikna stærðarinnar skotmark á útidyrnar og segi þeim að reyna að ná okkur.“
Mið-Austurlönd Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Innlent Fleiri fréttir Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Tveir táningar skotnir til bana og þrír særðir Óttast að mörg hundruð muni deyja vegna fellibylsins Chido Rússnesk olíuskip í sjávarháska á Svartahafi Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Sjá meira