Lífið

Samsam-systur tróðu óvænt upp

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í verslunina Spilavini um helgina þegar útgáfu barnabókarinnar Vinur minn, vindurinn, var fagnað með pompi og prakt.

Höfundur bókarinnar er teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir en þetta er  frumraun hennar sem rithöfundur. Bókin fjallar á einlægan og skemmtilegan hátt um hin ýmsu veðurbrigði og tóku krakkarnir vel undir; blésu eins og vindurinn, öskruðu eins og rokið og hvísluðu eins og golan.

Hljómsveitin Hinemoa spilaði nokkur lög fyrir viðstadda en Bergrún Íris á einmitt texta við eitt laga sveitarinnar, Í Rökkurró, sem má nú heyra spilað á öldum ljósvakans. Þá komu Samsam-systur, þær Greta Mjöll og Hófí, gestum á óvart og tóku Eurovision-lagið Eftir eitt lag en Bergrún samdi þann texta.

Ágúst, Freydís, Una Borg og Kristín Ýr, blaðamaður á Vikunni.
Elva Dögg, blaðamaður Húsa og Híbýla ásamt syni sínum, Mána.
Kynfræðingurinn Sigga Dögg og Birgitta Hassel hjá Bókabeitunni.
Mæðgurnar Bergrún Íris og Sigríður Arna.
Samsam-systurnar Hófí og Greta Mjöll stigu óvænt á stokk og tóku Eftir eitt lag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Tómas Kári var ánægður með daginn.
Frændurnir Arnaldur og Darri Freyr.
Sigurlaug, Ósk og Oddur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.