Þeir Frank Hvam og Casper Christensen munu birtast aftur á silfurtjaldinu, en tökur eru hafnar á myndinni Klovn Forever. Leikstjóri myndarinnar er Mikkel Norgaard sem einnig leikstýrði síðustu mynd þeirra félaga.
Frank Hvam birti myndband á Facebook síðu sinni frá tökum myndarinnar Klovn forever. Þó myndbandið sé stutt er það einstaklega fyndið.
Gert er ráð fyrir að myndin komi út í september á næsta ári.