Þá varð að stöðva bardaga Jessicu Eye og Leslie Smith þar sem eyrað á Smith var nánast að detta af.
Eye náði að opna stóran skurð á eyra Smith í fyrstu lotu. Blóðið rann í stríðum straumum úr eyranu svo Smith var öll rauð í andlitinu. Læknar skoðuðu skurðinn eftir lotuna og leyfðu henni að halda áfram.
Snemma í annarri lotu náði Eye að opna eyrað aftur. Þegar eyrað var byrjað að hanga niður stöðvaði dómarinn bardagann og lét lækna athuga aftur með eyrað. Í kjölfarið var bardaginn stöðvaður og Eye dæmdur sigur.
„Þegar ég sá eyrað á henni opnast þá var mitt markmið að lumbra á því. Ég ætlaði að halda áfram að lemja hana í eyrað þar til bardaginn yrði stöðvaður eða þar til eyrað myndi detta af," sagði Eye eftir bardagann.
