Guðný Kristjánsdóttir fékk Súluna í Reykjanesbæ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2014 10:00 Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðný Kristjánsdóttir handhafi menningarverðlaunanna, Eva Björk Sveinsdóttir formaður menningarráðs Reykjanesbæjar. vísir/aðsend Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins. Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Afhending Súlunnar, menningarverðlauna Reykjanesbæjar fyrir árið 2014, fór fram við hátíðlega athöfn í Bíósal Duushúsa í gærkvöldi. Verðlaunin eru veitt þeim sem hafa unnið vel að menningu og listum og var þetta í átjánda sinn sem Súlan var afhent. Að þessu sinni hlaut verðlaunin Guðný Kristjánsdóttir fyrir framlag sitt til menningar og lista. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Verðlaunagripurinn er hannaður og smíðaður af keflavísku listakonunni Elísabetu Ásberg. Handhafa fyrri ára má sjá á vef Reykjanesbæjar. Formaður menningarráðs Eva Björk Sveinsdóttir afhenti verðlaunin fyrir hönd bæjarstjórnar. Við sama tækifæri var styrktar-, stuðningsaðilum og þátttakendum Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar, þakkaður stuðningurinn en þeir voru 87 talsins í ár. Guðný Kristjánsdóttir er fædd í Keflavík þann 7. mars 1967. Hún steig fyrst á svið með Leikfélagi Keflavíkur 14 ára gömul árið 1981 í hlutverki hérakrílis í Rauðhettu og úlfinum. Um tvítugt kom Guðný af fullri alvöru inn í starf leikfélagsins með þátttöku í verkinu Skemmtiferð á vígvöllinn í leikstjórn Huldu Ólafsdóttur, sem Guðný segir eiga stóran þátt í því að hún hóf að leika. Um þetta leyti voru hjól Leikfélagsins farin að snúast á nýjan leik eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið. Síðan hefur ekkert stöðvað framgang leikfélagsins og hefur Guðný staðið þar í stafni. Á ferli sínum hefur Guðný tekið þátt í uppsetningu á 31 leikverki hjá leikfélaginu, auk þess að taka þátt í fjölmörgum leikverkefnum við hin ýmsu tilefni svo sem þrettándagleði, Ljósanótt, 17. júní o.fl. Þá hefur hún Leikstýrt tveimur verkum fyrir leikfélagið ásamt öðrum. Vorið 1989 kom Guðný inn í stjórn leikfélagsins og árið 1993 var hún gerð að formanni. Allar götur síðan, utan eitt ár, hefur Guðný setið í stjórn félagsins.
Menning Mest lesið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Magnesíum potturinn í Laugardalslaug snýr aftur! Lífið samstarf Grunur um byrlun? Lífið samstarf Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira