Greinin sem er sífellt verið að skrifa Bjartur Steingrímsson skrifar 28. nóvember 2014 15:17 Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á vef Vísis síðastliðinn fimmtudag birtist pistill sem var titlaður „Greinin sem má ekki skrifa." Þar reifar maður af mikilli kurteisi um það ok sem hann telur sig sjá á þjóðfélagsumræðunni, fantatak ákveðinna aðila sem hann segir tilheyra söfnuði "pólitísku rétttrúnaðarkirkjunnar". Telur höfundur þá aðila koma með bíræfni í veg fyrir að tiltekin sjónarmið eigi jafna vegferð í umræðunni. En hver eru þau sjónarmið? Í fyrsta lagi gefur greinarhöfundur sér að allir trúar- eða lífsskoðunarhópar fái að njóta vafans nema kristið fólk. Síðan vindur hann sér út í málefni innflytjenda, þar sem hann telur engan grundvöll vera fyrir því að ræða þau vandamál sem fylgja fólki af ólíkum menningarbakgrunni. Greinarhöfundur harmar svo að það sé ekki lengur neinn hljómgrunnur fyrir heilbrigt, íslenskt þjóðarstolt og furðar sig yfir samfélagi þar sem jafnvel hæstvirtur forsætisráðherra sætir gagnrýni fyrir að flagga íslenskum fána á skrifstofu sinni. Hann endar svo hugleiðingar sinnar á dæmisögu um miður æskilega hegðun og þankagang manns af erlendu bergi brotnu sem honum var af einskærri manngæsku skylt að siða aðeins til. Allt í allt virðist ljóst að þessi ágæti maður, sem starfar sem lögregluþjónn, sér í þessari pólitísku rétttrúnarkirkju sinni ákveðna þöggun sem er að hans mati að tröllríða samfélaginu. Þöggun sem er e.t.v. ekki undarlegt að sé þessum lögregluþjóni ofarlega í huga (en ekki t.d. sú þöggun sem á sér stað í skammarlegri meðferð kynferðisafbrotamála í réttarkerfinu) því hún er nefnilega þöggun á sjónarmiðum meirihlutans. Íslendingar eru enn sem komið er í yfirgnæfandi meirihluta kristnir, fæddir hér á landi, hvítir á hörund og tilheyra þar af leiðandi þeirri þjóðmenningu sem greinarhöfundi er svo umhugað um. Þetta er hinn “þögli” forréttindameirihluti sem honum er umhugað um að bjarga og sem hvítur, miðaldra karl í fastri vinnu gæti hann sennilega ekki passað betur inn í þann hóp. Við búum nefnilega í samfélagi sem tekur örum breytingum, samfélagi þar sem ólíkar raddir geta með hjálp ört vaxandi samskiptaleiða og samfélagsmiðla rökrætt og gagnrýnt viðtekin og stöðluð sjónarmið og gildi og fengið fyrir það hljómgrunn. Í því felst nefnilega fyrst og fremst sú árás og þöggun sem greinarhöfundur sér ljóslifandi fyrir sér, það er nefnilega árás á forréttindi þess karllæga, hvíta og einsleita samfélags sem hann stendur í forsvari fyrir. Það hlýtur því að teljast kaldhæðnislegt, eða kannski eitursnjallt, að þær gagnrýnisraddir sem beita sér gegn því séu nú titlaðar fulltrúar "pólitískar rétthugsunar". En eins og greinarhöfundur er duglegur að benda á þá er fólk í grunninn einfaldlega æðislegt og því ætla ég að leyfa honum að njóta vafans. Ég ætla að gefa mér að með greinarskrifum sínum meini hann í raun og veru vel og sé ekki óforskammað að standa vörð um þá karlrembu, kynþáttafordóma og einsleitni sem fyrrnefnd sjónarmið bera svo oft ábyrgð á. En það er þó ekki alfarið rétt hjá honum, að sú grein sem hann skrifaði var sú "sem mátti ekki skrifa." Hún er aftur á móti skrifuð reglulega, og verður skrifuð aftur og aftur og aftur – því við skrifum hana nefnilega á hverjum degi þegar við horfumst ekki í augu við forréttindi okkar. Ég ætla aftur á móti að fagna því að við búum í samfélagi þar sem henni getur verið andmælt. Ég ætla að fagna þeirri frjálsu umræðu sem er með rökræðum og gagnrýni kleift að grafa undan fordómum og kreddum og ryðja til rúms breyttum viðhorfum og breyttum tímum. Ég ætla mér allavega ekki að vorkenna hvítu, miðaldra, karlkyns löggunni fyrir það.
Greinin sem má ekki skrifa Þetta sýnir kannski að þessi mál geta oft verið flókin og erfið en við megum ekki festa okkur á einhverjum stað þar sem ekki er leyfilegt að ræða þau frá fleiri hliðum en einni. 27. nóvember 2014 13:29
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun