Matur

Hnetusmjörskaka sem þarf ekki að baka - UPPSKRIFT

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Hnetusmjörskaka

10 hafrakexkökur

170 g smjör, brætt

1 bolli hnetusmjör

2 bollar flórsykur

1 tsk vanilludropar

1 1/2 bolli mjólkursúkkulaði, brætt



Malið hafrakexið í matvinnsluvæl. Blandið mylsnunni saman við bráðið smjör, hnetusmjör, flórsykur og vanilludropa. Setjið hnetusmjörsblönduna í form. Hér skiptir stærð formsins litlu máli, því stærra sem það er því þynnri verður kakan. Bræðið súkkulaði og hellið því yfir blönduna. Setjið í ísskáp í tvær klukkustundir, skerið síðan í bita og njótið.

Fengið hér.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.