Leitað að góðum heimilum fyrir bíóhunda Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 14:30 Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Yfir tvö hundruð hundar leika í ungversku bíómyndinni White God sem er frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Myndin segir sögu ungrar stúlku og hundsins hennar, Hagen. Þau eru aðskilin vegna þess að samfélagið lítur blendingshunda eins og Hagen hornauga. Að lokum leiðir Hagen blóðuga uppreisn villihunda í Búdapest sem endar með skelfingu fyrir samfélagið allt. Myndin þykir allt í senn undurfurðuleg dystópía um menningarlega og pólitíska spennu sem einkennir Evrópu á margan hátt í dag. Myndin er meðal annars einstök að því leytinu til að aldrei hafa jafn margir hundar leikið í einni kvikmynd, en um tvö hundruð hundar gengust undir þjálfun til þess að leika í þessari athyglisverður kvikmynd. Kvikmyndagerðarfólkið fann hundana í hundaskýlum og eru þeir þar enn og bíða þess að vera ættleiddir. Leikstjóri myndarinnar, Kornél Mundruczó, fékk bandaríska hundaþjálfarann, Teresu Miller, til þess að þjálfa hundana, en hún er líklega frægust fyrir að þjálfa hundana fyrir þýsku lögregluþættina Rex. Þá þjálfaði hún einnig hundana fyrir hryllingsmyndina Cujo sem var byggð á samnefndri sögu Stephen Kings. Hundarnir stóðu sig vel í sínum hlutverkum, og úr varð að aðalhundarnir, fengu sérstök dómaraverðaun á síðustu Cannes hátíð, þar sem myndin fékk raunar verðlaun í flokknum Un Certain Regard. Myndin er er framlag Ungverjalands til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein