Í samtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox segir Lisa að börnin geri svo miklar kröfur og að hegðun þeirra einkennist af mikilli vanvirðingu.
Fjölskyldan mun skreyta heimilið líkt og vanalega, en vonir standa til að hægt sé að vinna gegn kröfum barnanna að alltaf fá meira og meira. „Við höfum aflýst úthlutun jólagjafa, jólasveininum og jólasokkunum. Í bréfi þeirra til jólasveinsins munu þau biðja hann um að koma gjöfunum til einhvers sem þarf meira á þeim á halda en þau.“
Lisa segir þau hjónin ætla að taka peningana sem til stóð að verja í jólagjafir og koma í hendur góðgerðarsamtaka þessi jólin. „Við ætlum að reyna að kenna börnunum að njóta þess að gefa öðrum eitthvað í stað þess að biðja alltaf um meira og meira.“
Bloggfærsla Lisu hefur vakið talsverða athygli í Bandaríkjunum og hafa sjónvarpsstöðvar rætt við Lisu um málið. Sjá má viðtal Fox við Lisu að neðan.