Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Stjarnan 26-23 | 17 mörk Egils dugðu skammt Guðmundur Marinó Ingvarsson í Vodafone-höllinni skrifar 4. desember 2014 14:19 Kári var sterkur í kvöld. vísir/ernir Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“ Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Valur lagði Stjörnuna 26-23 í Olís deild karla í handbolta í kvöld þrátt fyrir að 17 mörk Egils Magnússonar fyrir Stjörnuna. Valur var 13-12 yfir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var í járnum í Vodafone höllinni í kvöld og geta Valsmenn þakkað markverði sínum Stephen Nielsen fyrir að hafa verið yfir í hálfleik því hann varði fjölda dauðafæra. Stjarnan lék betur í fyrri hálfleik en sóknarleikur Vals gegn uppstilltri vörn á teig var ekki til útflutnings. Stjarnan lék góða vörn en Egill Magnússon hélt sóknarleik liðsins á floti. Valur réð ekkert við skyttuna ungu sem gat nánast skorað að vild þrátt fyrir að liðið skorti áþreifanlega leikstjórnanda. Valur býr yfir miklum styrk í Kára Kristjáni Kristjánssyni á línunni því ef hann fékk boltann í hendurnar þá skoraði hann undantekninga lítið eða fiskaði vítakast. Breiddin er mun meiri hjá Val en markverðir beggja liða vörðu vel í leiknum en sá megin munur á markvörslunni var að Valur náði boltanum jafna aftur þegar að Sigurður Ingiberg Ólafsson varði frá sínum gömlu félögum. Segja má að markvarsla Nielsen í dauðafærum, ekki síst í fyrri hálfleik og fráköstin hafi komið í veg fyrir að Egill Magnússon hefði lagt Val nánast einn síns liðs. Enginn annar leikmaður Stjörnunnar skoraði meira en eitt mark en Þórir Ólafsson lék ekki með liðinu vegna meiðsla. Stephen Nielsen: Fannst ég hundlélegur„Stjarnan er með gott lið og við vissum að þetta yrði erfiður leikur,“ sagði Stephen Nielsen markvörður Vals sem var ekki sammála blaðamanni með að hann hafi átt góðan leik í kvöld. „Mér fannst ég hundlélegur. Það voru mörg skot sem ég á að verja sem fóru inn. Skot sem ég ver venjulega. En það er gott að vinna þegar manni finnst maður ekki leika vel. „Liðið komst ekki í efsta gír í leiknum vegna þess að Stjarnan lék vel. „Egill lék frábærlega í kvöld. Skoraði 17 mörk. Ég þarf að vinna betur fyrir næstu leiki og standa mig betur. Liðið var að gera ágætlega á erfiðum degi en tvö stig eru tvö stig,“ sagði Nielsen en Valur er sem fyrr á toppi deildarinnar með 22 stig í 14 leikjum. „Stjarnan er með góða vörn og lék sinn leik í kvöld. Þeir náðu að brjóta mikið og gera okkur erfitt fyrir í sókninni.“ Egill: Fann ég var heiturvísir/ernir„Við klúðruðum dauðafærum, það er það sem fór með leikinn. Hann lokaði vel í dauðafærum,“ sagði Egill Magnússon, stórskyttan unga. „Ég fann að ég var heitur í byrjun og hélt áfram að skjóta og hélt áfram að hitta. Allt sem ég gerði virtist vera að virka þannig að ég hélt bara áfram. „Við erum búnir að sýna að við getum staðið í öllum liðum deildinni og spilað vel. Við getum gert öllum erfitt fyrir og tekið stig gegn sterkum liðum. Við getum unnið Val og hefðum átt að klára þetta. Við klúðrum allt of mörgum dauðafærum. „Vörnin er að verða betri og betri með hverjum leiknum. Markvarslan er líka betri í síðustu leikjum en hún var í byrjun,“ sagði Egill en Stjarnan náði ekki að nýta góða markvörslu sína í leiknum. „Það virtist allt falla með þeim í seinni hálfleik. Þeir fengu öll fráköst og þar vantaði herslumuninn. Eigum við ekki að kalla þetta meistara heppni hjá Val.“
Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira