Hefur aðeins horft á fyrsta tapið einu sinni á myndbandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. desember 2014 12:00 Gunnar Nelson varð undir gegn Rick Story. vísir/getty Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er. MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Gunnar Nelson hefur tekið því rólega síðan hann tapaði fyrsta MMA-bardaganum á ferlinum gegn Rick Story í október. Hann hefur eytt tímanum með fjölskyldunni og verið duglegur að æfa, en á dögunum var hann í Danmörku að kenna á MMA-námskeiði fyrir UFC-bardagasambandið. „Ég tók mér kannski smá frí, en ég hef mætt í æfingasalinn nánast daglega. Þetta hefur verið rólegur tími þar sem það er ekkert á dagskránni. Ég hef getað eytt tímanum með fjölskyldunni, æft á mínum hraða og unnið í nýjum hlutum,“ segir Gunnar í viðtali við tímaritið Fighters Only.vísir/gettyGunnar segist aðeins hafa horft á myndband af fyrsta tapinu einu sinni, en segist nógu snjall þegar kemur að blönduðum bardagalistum til að vita hann þurfi að læra sína lexíu. „Ég lærði mikið af síðasta bardaga. Þetta var langur og erfiður bardagi og það er ýmislegt sem ég get tekið með mér úr honum. Það eru líka hlutir sem ég verð að skilja eftir,“ segir Gunnar, en hvað hefði hann átt að gera betur gegn Story? „Ég festist í ákveðnum hreyfingum - ég hefði getað hreyft mig mun frjálslegar. Það er eitthvað sem ég hef vanalega gert mjög vel því ég er með gott jafnvægi. Mér fannst ég nokkuð stífur í þessum bardaga.“ Enginn bardagi er á dagskránni hjá Gunnari á næstunni, en hann mun hjálpa vini sínum og verðandi ofurstjörnunni Conor McGregor að æfa fyrir risabardaga hans gegn Dennis Siver í janúar. „Ég held að Conor komi kannski til Íslands til að æfa. Ef ekki þá skrepp ég yfir tl Dyflinnar og hjálpa strákunum. Það er engin spurning. Þetta er mitt lið og þar eiga menn stóra bardaga í janúar. Ég mun klárlega hjálpa þeim,“ segir Gunnar. Aðspurður hvenær hann sjálfur ætli að snúa aftur stefnir Gunnar á endurkomu í janúar og hann sé þá tilbúinn til að berjast við hvern sem er.
MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Sjá meira
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07
Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51
Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01