Rodgers hafði betur gegn Brady Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2014 07:29 Rodgers og Brady, til hægri, eftir leikinn í nótt. Vísir/Getty Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29 NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira
Green Bay Packers hafði betur gegn New England Patriots, 26-21, í risaslag helgarinnar í NFL-deildinni. Þetta var í fyrsta sinn sem leikstjórnendurnir Aaron Rodgers og Tom Brady mætast sem byrjunarliðsmenn í sínum liðum en báðir eru taldir meðal bestu leikstjórnenda í sögu deildarinnar. Margir spá því að þessi tvö lið gætu mögulega mæst aftur í úrslitaleik deildarinnar, Super Bowl, í byrjun næsta árs en bæði hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu. Rodgers og hans menn höfðu betur í kuldanum á heimavelli í nótt og lögðu grunninn að sigrinum með tveimur snertimörkum þeirra Richard Rodgers og Jordy Nelson. Leikurinn var þó spennandi allt til loka og fékk Brady tækifæri til að keyra lið sitt áfram til sigurs þegar skammt var til leiksloka. Sókn New England var þó stöðvuð þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, Green Bay fékk boltann og þar við sat. Peyton Manning og hans menn í Denver Broncos unnu góðan sigur á Kansas City Chiefs, 29-16, í nótt og héldu þar með forystu sinni í hinum geysisterka vesturriðli AFC-deildarinnar. Þetta var annað tap Kansas City í röð en liðið réði ekkert við hlauparann CJ Anderson og sá aldrei til sólar í leiknum. Mestu munar um að enginn útherji í liði Kansas City hefur skorað snertimark á tímabilinu til þessa sem er lyginni líkust nú þegar þrettándu viku tímabilsins er að ljúka. Meðal annarra úrslita má nefna að Buffalo vann Cleveland, 26-10, þar sem nýliðinn Johnny Manziel var settur inn á sem leikstjórandi síðarnefnda liðsins undir lokin. Manziel er einn mest áberandi leikmaður deildarinnar þrátt fyrir að hafa nánast ekkert spilað í ár en óvíst er hvort að hann hafi ýtt byrjunarliðsmanninum Brian Hoyer úr liðinu fyrir næsta leik liðsins.Úrslit næturinnar: Baltimore - San Diego 33-34 Buffalo - Cleveland 26-10 Houston - Tennessee 45-21 Indianapolis - Washington 49-27 Jacksonville - NY Giants 25-24 Minnesota - Carolina 31-13 Pittsburgh - New Orleans 32-35 St. Louis Rams - Oakland 52-0 Tampa Bay - Cincinnati 13-14 Atlanta - Arizona 29-18 Green Bay - New England 26-21 Kansas City - Denver 16-29
NFL Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Sjá meira