Fjölskyldan í Reykjavíkurhöfn: Heldur kyrru fyrir í seglskútunni í óveðrinu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 1. desember 2014 00:43 Fjölskyldan ætlar að gista í skútunni í nótt. Vísir/Vilhelm Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“ Veður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Fjölskylda sem vakti athygli fyrr í mánuðinum fyrir að búa í seglskútu í Reykjavíkurhöfn ætlar að halda kyrru fyrir í skútunni í óveðrinu sem nú gengur yfir landið. „Við höfum séð það miklu verra,“ segir Natasha Gonzáles í samtali við Vísi. Og bætir við glöð í bragði: „Þetta er eiginlega ekki neitt.“ Þegar blaðamaður heyrði í henni á tólfta tímanum í kvöld var hún á leið heim í skútuna eftir að hafa verið í matarboði hjá vinafólki. Hún segir að eignmaður sinn, Jay, hafi bundið skútuna vel við bryggjuna í morgun. „Hann batt skútuna kyrfilega og við erum á mjög skjólsælum stað. Þannig að við ætlum bara að gista heima í nótt. Við erum alsæl með það.“ Fréttir af fjölskyldunni vöktu athygli fyrr í mánuðinum og segist Natasha hafa fundið fyrir því að margir veltu fyrir sér hvernig fjölskyldan myndi hafa það í óveðrinu. „Við höfum það rosalega gott hérna. Við höfum farið víða og upplifað verra veður en þetta.“Í frétt sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi fyrr í mánuðinum kom fram að Jay hafi lengi haft áhuga á skútum og hann hafi ákveðið að festa kaup á einni slíkri fyrir níu árum síðan. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“
Veður Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent