Hjónin eru klædd í svart og rautt og virðast afar ástfangin á jólakortamyndinni.
Í fyrra voru hjónin í náttfötum í stíl á jólakortinu en þá fékk Charlie bara að vera með þar sem Lady var ekki komin inn í fjölskylduna.
Crystal og Hugh gengu í það heilaga á gamlárskvöld árið 2012 og fagna því tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu þessi jólin. Hugh hefur aldrei verið jafn ástfanginn.
„Ég er svo heppinn að hafa fundið hana á þessum tímapunkti í mínu lífi. Ég geymdi það besta til síðast,“ sagði Hugh í viðtali við Esquire í mars í fyrra.
