Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 21-22 | Ótrúlegur sigur meistaranna Anton Ingi Leifsson skrifar 14. desember 2014 00:01 Vísir/Andri Marinó Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´ Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Íslandsmeistarar ÍBV unnu ótrúlegan sigur á nýliðum Stjörnunnar í eina leik dagsins í Olís-deild karla. Meistararnir voru sex mörkum undir í hálfleik, en tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik. Það var ekki sjón að sjá meistarana í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu hörmulegan sóknarleik og hlupu illa til baka í vörnina. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá þá, en það var einmitt öfugt hjá Stjörnunni. Þeir spiluðu vel í þeim fyrri og illa í þeim síðari. Stjörnumenn byrjuðu af krafti. Þeir voru komnir í 5-0 þegar fjórar mínútur voru búnar og þar af fjögur hraðaupphlaupsmörk, en sóknarleikur Eyjamanna var afleitur í fyrri hálfleik. Þeir köstuðu boltanum í gríð og erg útaf og Gunnar Magnússon, þjálfari Eyjapilta, tók leikhlé eftir fjórar mínútur sem er ekki algeng sjón. Þeir rönkuðu ekki við sér strax því heimamenn í Stjörnunni komust í 8-2. Þeir héldu áfram að keyra hratt í bakið á Eyjamönnum sem virkuðu þungir, voru lengi til baka og var refsað fyrir það. Kolbeinn Aron, markvörður, hélt Eyjamönnum inn í leiknum á köflum og bjargaði því sem bjarga þurfti. Stjörnumenn leiddu með sex mörkum í hálfleik, 13-7. Í síðari hálfleik var allt annað að sjá gestina sem mættu mun ákveðnari til leiks en í þeim fyrri. Þeir söxuðu hægt og rólega á heimamenn og Theodór Sigurbjörnsson jafnaði metin í 20-20 þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þetta var í fyrsta skipti í leiknum sem staðan var jöfn síðan í stöðunni 0-0. Þeir sigldu svo sigrinum heim, en Agnar Smári Jónsson kom þeim tveimur mörkum yfir þegar innan við mínúta var til leiksloka og eftir það var sigurinn ekki spurning. Agnar Smári spilaði vel á lokakaflanum, en lokatölur urðu eins marks sigur gestanna, 21-22. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur með sjö mörk í liði ÍBV, en Agnar Smári kom næstur með fimm. Kolbeinn Aron varði oft á tíðum vel og hélt sínum mönnum inn í leiknum. Starri Friðriksson skoraði sex fyrir gestina og Andri Hjartar Grétarsson skoraði fjögur. Sigurður Ingiberg átti fínan leik í markinu, en Stjörnumenn söknuðu þess að Egill Magnússon var skugginn af sjálfum sér í þessum leik.Theodór: Komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun „Við byrjuðum hræðilega. Við vorum óagaðir sóknarlega og þeir voru með eitthver sjö mörk úr hröðum sóknum í fyrri hálfleik," sagði markahæsti leikmaður ÍBV í dag, Theodór Sigurbjörnsson. „Þegar við erum svona óagaðir sóknarlega þá geta liðin keyrt svona yfir okkur, en þegar við komumst í vörnina eiga fá lið séns í okkur." „Við vorum að spila okkur í betra færi í síðari hálfleik, vörnin var þéttari og spilamennskan var betri. Við spiluðum okkur í dauðafærin og það gerir það að verkum að við getum alltaf komist í vörnina," sem var sammála undirrituðum að Kolbeinn Aron hafi hjálpað til við sigurinn. „Kolbeinn er búinn að vera flottur. Hann er stemningskall og þegar hann kemst í gang er erfitt að eiga við hann." „Við erum komnir á skrið eftir kaflaskipta byrjun, en nú fer þetta að koma," sagði Theodór í leikslok.Skúli: Fengu hjálp frá dómurunum undir lokin „Ef við förum í tölfræðina bara eins og hlutirnir líta út á borðinu þá fáum við 28 sóknir í leiknum og í 14 af þeim erum við með sendingar- og tæknifeila. Það er svona fyrsta svar," sagði Skúli Gunnsteinsson við Vísi í leikslok. „Þetta gerði það að verkum að við hleypum þeim inn í leikinn. Við gefum þeim fullt af ódýrum hraðaupphlaupum. Vörnin var frábær í fyrri hálfleik, en kannski ekki alveg eins góð í seinni. Þegar þeir eru komnir 1-2 mörkum frá okkur þá vorum við bara alltof pirraðir," en á hverju voru menn að pirrra sig? „Menn voru að pirra sig á dómgæslunni sem mér fannst mjög slök í leiknum, kannski á báða bóga. Allt 50-50 datt þeim megin í síðari hálfleik, en við áttum ekkert að láta það trufla okkur. Við áttum bara halda áfram okkar leik og við vorum of mikið pirraðir og misstum fókus." „Í restina þá hjálpuðu dómararnir þeim bara að klára þetta. Það var bara þannig. Það eru 3-4 dómar sem ég ætla horfa á á myndbandi sem ég veit að eru bara rangir og það slátraði okkur, en ég vil taka það fram að við klúðruðum leiknum sjálfum. Við áttum ekki að gefa færi á því að þetta réðist á eitthverjum dómurum í lokin." „Frábær fyrri hálfleikur, allt frábært við hann. Við þurfum að taka þann kafla og smæla framan í heiminn eins og Megas sagði. Við erum að fara í rosa leik á fimmtudaginn, þetta er hrikalega svekkjandi, en ÍBV eru með frábært lið. Við áttum að klára þetta, en við verðum bara fara í næsta leik og klára hann," sagði Skúli ´
Olís-deild karla Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira