Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2014 13:54 Steven Sotloff var afhausaður af meðlimi ISIS. Allt var það tekið upp á myndband. Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32
Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33