Sátu föst í blindbyl í klukkutíma Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2014 23:09 "Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg Reynisdóttir. Vísir/Loftmyndir Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira
Þau Stefán Máni, Ingibjörg Reynisdóttir, Þorgrímur Þráinsson, Soffía Bjarnadóttir og Jón Gnarr lentu í hrakförum á sunnanverðu Snæfellsnesi í kvöld, þegar þau keyrðu út af veginum við félagsheimilið Breiðablik. Þar sátu þau föst í klukkustund á meðan bóndi á nærliggjandi sveitabæ kom á dráttavél og dró þau upp á veginn aftur. „Við sáum ekki á milli stika og fórum bara útaf. Það var blindbylur og mannvonskuveður og við sáum ekki út. Bíllinn endaði bara utanvegar og við þurftum að dúsa þar í klukkutíma. Þá kom bóndi á traktor og hann náði að draga okkur upp,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. Þau hringdu á nærliggjandi sveitabæ og fengu bónda þar til að koma þeim til hjálpar. „Við fengum vitlausa staðsetningu á staðsetningatæki sem Jón var með og við gáfum honum upp vitlausan stað, svo hann fór í öfuga átt.“ Heimamenn sem þarna voru á ferðinni stoppuðu hjá þeim og bentu þeim á hvar þau væru og sneri bóndinn við. Rithöfundarnir fimm voru á leið vestur í Ólafsvík til að taka þátt í upplestrarkvöldi sem tíundi bekkur Grunnskóla Snæfellsbæjar heldur árlega. „Við vorum að velta fyrir okkur þar sem við vorum orðin rúmum hálftíma of sein á upplesturinn, að hætta við og snúa við, en við ákváðum að klára þetta,“ segir Ingibjörg. „Jón hélt okkur uppi með gamansögum og við reyndum að gera gott úr þessu.“ Aðspurð hver hafi verið svo heppinn að fá að ferja hópinn vel skipaða vestur segir Ingibjörg að Stefán Máni og Þorgrímur hafi skipst á að aka. „Og hönd guðs sá um stýrið.“Minnst sem fólkið sem dó með Jóni Gnarr Á upplestrarkvöldinu sagðist Jón Gnarr hafa nefnt það á leiðinni að ef þau væru í Bandaríkjunum væri búið að loka öllum vegum, lýsa yfir neyðarástandi og forsetinn kominn í öruggt skjól. Allt fór þetta þó vel og hlaut enginn mein af. „Okkur var þó orðið svolítið kalt og við stelpurnar í hlandspreng,“ segir Ingibjörg. „Þetta gekk sem betur fer allt vel.“ Rithöfundarnir eru enn í Ólafsvík þar sem þau fóru í kaffiboð til foreldra Stefáns Mána, en hann og Þorgrímur Þráinsson eru frá Ólafsvík. Eftir það verður lagt af stað aftur í bæinn. Fyrr í dag skrifaði Ingibjörg á Facebook síðu sína að hún væri að fara vestur með flottu föruneyti. Þá sagði hún að gott væri að vera með keðjur, reipi og skóflu í skottinu. Við það skrifaði Stefán Máni: „Við munum öll deyja, mig dreymdi það í nótt. Verst að Jón Gnarr fær mestu umfjöllunina í kjölfarið. Við hin verðum bara fólkið sem dó með honum. Það er sorglegast.“ Sem betur fer rættist sá draumur þó ekki.Uppfært klukkan 12:20 Hópurinn snæddi jólamat hjá foreldrum Stefáns Mána og gerði svo aðra tilraun til borgarferðar upp úr miðnætti í svartmyrkri en betri færð. Post by Ingibjörg Reynisdóttir. Post by Ingibjörg Reynisdóttir.
Veður Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar Sjá meira