Hann heilsar upp á dómarana, fyrst Þorgerði Katrínu, síðan Selmu Björnsdóttur, því næst Bubba Morthens og loks Jón Jónsson.
Jón virðist hins vegar ekki hafa vitað af þessari heimsókn og gengur Auddi inn á hann allsberan.
Ísland Got Talent hefst á Stöð 2 í janúar og verður þessi önnur sería með svipuðu sniði og sú fyrsta. Þó er gylltur hnappur í spilunum núna en ef dómarar ýta á hann kemst keppandi rakleiðis áfram í beina útsendingu.
