„Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2014 11:12 Jóhannes Haukur verslar alltaf við björgunarsveitirnar en finnst hlægilegt að fólk vilji skylda alla til að kaupa af þeim. Vísir Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson. Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, veltir því upp í færslu á Facebook-síðu sinni hvort að það komi ekki niður á verði og gæðum flugelda að viðskiptin snúist í raun um björgunarstarf. Þetta er þriðja árið í röð sem Jóhannes veltir þessu upp og hafa miklar umræður skapast um málið á Facebook-vegg hans. Aðspurður hvers vegna hann velti þessu árlega upp á Facebook segir hann: „Það er nú aðallega af því að ég hef svo gaman af þessu offorsi í fólki sem vilja skylda alla til að versla hjá björgunarsveitunum. Mér finnst það í rauninni bara hlægilegt. Svo byrjar fólk að gera mér upp skoðanir og meiningar, eins og að ég vilji ekki versla við björgunarsveitirnar. Ég versla hins vegar alltaf við þá og hef alltaf gert. Það sem ég hins vegar kann illa við er stemningin í samfélaginu varðandi það að ég verði að gera það.“ Jóhannes segir að sig langi til að versla við björgunarsveitirnar og hann geri það þess vegna. Hins vegar viðurkenni hann líka rétt þeirra sem kjósa að gera það ekki og kaupa frekar flugelda af öðrum söluaðilum.Finnst þér samfélagið ekki viðurkenna þennan rétt? „Nei, og menn ganga ansi hart fram að þeim sem eru að selja flugelda á einkamarkaði. Fólk úthrópar þessa menn sem illmenni og dusilmenni. Ég veit líka að margir af þeim sem eru að selja flugelda í einkasölu hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem þeir eru kallaðir öllum illum nöfnum. Mér finnst þetta bara ljótt.“ Jóhannes setur svo hlutina í frekari samhengi og spyr hvað fólk myndi gera ef að björgunarsveitirnar færu að selja dekk. Það sé svo einnig hans skoðun að björgunarsveitirnar eigi að vera á fjárlögum ef að fólk líti svo á að þetta sé grunnþjónusta. „Mér finnst algjörlega að skattfé borgaranna eigi þá að fara í þetta. Það gefur algjörlega auga leið og ég held að flestir ættu að geta verið sammála um það. Annars fer ég sjálfur aldrei í þær aðstæður að ég þurfi á aðstoð björgunarsveita að halda. Auðvitað getur það komið fyrir, en þú getur líka aukið líkurnar á því að þú þurfir á hjálp þeirra að halda með því að fara í gallabuxum og strigaskóm á Fimmvörðuháls og á sumardekkjum að auki. En ég geri það ekki.“Örn Árnason ýtir hér bíl Jóhannesar þegar hann festi sig í slabbi milli jóla og nýárs árið 2012.Mynd/Jóhannes HaukurHandviss um að Örn Árnason myndi bjarga sér á hálendinu Örn Árnason, leikari og samstarfsfélagi Jóhannesar, seldi flugelda á sínum tíma og sætti mikilli gagnrýni fyrir að fara í samkeppni við björgunarsveitirnar. „Þá var fólk einmitt alltaf að spyrja „Hver heldurðu að komi og bjargi þér þegar þú situr fastur uppi á hálendi? Heldurðu að Örn Árnason komi og bjargi þér?“ Ég er bara alveg á því að ef að Örn Árnason myndi vita af mér á hálendinu þá myndi hann koma. Ég lenti einmitt í því að vera fastur í slabbi þarna við Þjóðleikhúsið og þá kom hann og ýtti bílnum.“En ertu búinn að kaupa flugelda núna? „Nei, ég fer nú yfirleitt á gamlársdag svo ég geri það á morgun,“ segir Jóhannes.Og kaupirðu mikið? „Nei, ég held að það sé nú innan hóflegra marka. Kannski nokkrir tíuþúsund kallar. Ég fer ekki yfir hundraðþúsund kall.“ Post by Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira