Við verðum að læra að anda Marín Manda skrifar 17. janúar 2014 10:00 Þorbjörgu Hafsteinsdóttir næringarþjálfi. Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti hefur búið í Danmörku í rúmlega þrjátíu ár en er með annan fótinn á Íslandi og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem varða heilbrigðan lífsstíl. Lífið ræddi við hana um sykurfíknina, metsölubækurnar, ástina og nýja þáttinn, Heilsugengið. Hún situr í rólegheitunum og sötrar kaffi þegar ég kem askvaðandi inn á K-bar. Við höfum aldrei sést áður en um leið og hún sér mig stendur hún upp og faðmar mig af mikilli innlifun, rétt eins og góðar vinkonur gera. Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur töfrandi nærveru og ég kemst fljótt að því að saga hennar fjallar um unga konu sem var að vissu leyti stjórnlaus en fann hugarró í heilbrigðum lífsstíl. Þorbjörg útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði en þá var hún komin með aðrar hugmyndir. Áhuginn á næringarfræði og huglægari málefnum var orðinn mikill svo hún lagði hjúkrun á hilluna og menntaði sig sem næringarþerapista.Hvenær fékkstu þennan mikla áhuga á næringarfræði? „Ég var 19 ára þegar ég flutti til Danmörku en þangað flutti ég einnig með sykurþörfina með mér. Ég hafði tekið þetta með trompi á Íslandi og datt út úr menntaskóla í þriðja bekk því ég gat ekki einbeitt mér eða mætt í skólann. Ég svaf bara. Þegar ég uppgötvaði að ekki væru allir eins og í nýja menntaskólanum mínum í Danmörku fór ég í mikla sjálfskoðun því ég var í raun búin að vera sykurfíkill síðan ég var þriggja ára.“Hvað þýðir að vera sykurfíkill? „Sykurfíkill er einstaklingur sem er með óstjórnlega lyst og þörf fyrir sykraðan mat, sælgæti eða því sem er sætað með sykri. Þetta er bæði andleg og líkamleg fíkn. Þetta kemur við allar frumur líkamans, þar á meðal heilafrumur sem verða háðar þessum sykri. Þetta er alveg vísindalega sannað að heilastöðvar sem verða fyrir sykurárás kveiki í fíkninni líkt og hjá alkóhólistum eða dópistum. Það er alltaf saga á bak við fíkn og ég á mína sögu líka sem fjallar um foreldraskilnað og einmanaleika. Ég var óstýrilát og var talin frekur krakki sem hafði hátt. Ég lét á mér bera í skóla og fékk áminningu fyrir að skera mig úr. Ég hef eflaust verið með ADHD þá en fékk ekki greiningu fyrr en ég var fullorðin.“Ertu sem sagt greind með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) í dag? „Já, en mér er alls ekkert vel við þennan greiningartitil. Þá fer maður að skilgreina sjálfan sig í gegnum greiningarnar sem er mjög óheppilegt þegar maður er til dæmis að vaxa úr grasi. Maður á ekki að stimpla sjálfan sig sem eitthvað neikvætt. Það er mikilvægt að við sjáum jákvæðu hliðarnar. Alltof margar konur eru að tengja sjálfa sig við einhverja neikvæða hugsun og stöðva sjálfa sig í að lifa lífinu til fullnustu. Ég get þetta ekki, ég er ekki hæf, þetta er of erfitt, nei, ég er ekki nógu klár. Uppalendur, kennarar og aðrir þurfa einnig að vera vakandi fyrir því hve mikla þýðingu það hefur hvernig við komum fram við börn og styrkja þau í að vera sjálfstæðir einstaklingar sem þykir vænt um sjálfa sig og þora að vera til. Ég er ekki að tala um að pakka börnum inn í bómull. Það er eins mikill glæpaháttur og hitt.“Skar sig úr fjöldanumHvað varð til þess að þú fórst að vinna í því að verða sykurlaus? „Það er ákveðin ábyrgð að vera öðruvísi en fjöldinn og skera sig úr. Margir eru hræddir við að sleppa örygginu því að þó að þér líði illa þar sem þú ert þá ertu samt örugg, þú veist hvað þú hefur. Ég kynntist góðum og flottum manni sem var 12 árum eldri en ég. Hann er faðir barnanna minna þriggja og er mikill heimsmaður. Ég leit mjög mikið upp til hans því hann var svo klókur. Hann spurði mig bara beint einn daginn: Af hverju ertu að borða svona mikinn sykur, hvað er þetta að gera fyrir þig? Þá áttaði ég mig á því að kannski var þetta óeðlilegt og ákvað breyta um lífsstíl.“ Þorbjörgu HafsteinsdótturÞorbjörg ákvað að sleppa sykrinum en fékk mikil fráhvörf. „Ég varð veik, hristist öll, grét og var alveg ómöguleg en eftir þrjá daga fór ég að hugsa skýrt án þess að láta undan þörfinni sem kallaði á mig: Iss, þú átt þetta skilið því nú ertu búin að vera svo dugleg! Þetta var ekki bara sykurinn heldur var það líka brauðið sem maður borðaði alla daga. Ég var ekki alveg heil þó ég væri búin að sleppa sykrinum. Ég var enn þá með útblásinn maga, ég var enn þá vansæl og fór enn þá inn í slæmt hegðunarmunstur. Ég fór að lesa mér til og uppgötvaði glúteinóþol og í dag er ég laus við hvort tveggja og það er grunnurinn í mínum lífsstíl.“ Þorbjörg ber fræðum sínum góða sögu og hefur gefið út bækurnar 10 árum yngri á 10 vikum, 9 leiðir til lífsorku, Matur sem yngir og eflir og Safaríkt líf, sem allar eru byggðar á þeim fræðum að vinna með líkamann í heild sinni. Hún skellir stórri bók á borðið. „Þetta er nýja bókin mín, en hún er ekki komin til Íslands. Þessi bók átti bara að verða eins konar bæklingur en þegar ég byrjaði að skrifa fæddist þessi svokallaða húðbiblía sem inniheldur upplýsingar um ýmis húðvandamál, og hrukkumeðferðir, bæði þær hefðbundnu og óhefðbundnu.“ Botox eða brokkolí? Talið berst að danska þættinum Botox og brokkolí sem Þorbjörg tók þátt í í fyrra. Þættirnir voru byggðir þannig upp að tveir hópar voru settir upp hvor á móti öðrum og kepptu á 8 vikum í að öðlast yngra og betra útlit. Þorbjörg tók að sér brokkolíhópinn sem fylgdi hennar næringarráðgjöf en hinn hópurinn var í höndunum á dönskum lýtalækni. Hópur Þorbjargar stóð betur eftir þessar átta vikur. Ertu þá á móti inngripum eins og botoxi og restylane? „Nei, nei, ég er ekkert í þeirri aðstöðu að vera á móti því. Ég bið bara konur um að endurskoða ákvörðunina og spyrja sjálfa sig, af hverju þær eru að gera þetta. Hvað er að? Og muna að fegurðin kemur frá svo mörgu öðru en bara einhverri sprautu. Sprautan virkar kannski í sex mánuði en þú sefur kannski enn þá illa og ert enn þá með lélegt sjálfsálit og þú ert enn þá of feit eða of mjó eða þú ert enn þá vannærð eða með þurrk í húðinni. Botox er eiturefni en Restylane er náttúrulegt efni sem unnið úr sykri, svo það er ekkert hræðilegt. Þetta er hyaluron-sýra sem er efni sem þú framleiðir sjálf og er í gelinu á milli allra húðfruma. Gelið, sem heitir globulin, hefur þann eiginleika að það bindur mikinn vökva og þessi vökvasöfnun í húðinni fyllir út í húðina.“Er þú sammála því að mataræði eigi 80% í því að vera í líkamlegu góðu formi? „Mataræði hefur að sjálfsögðu mikið að segja en það hefur hreyfingin líka. Sérstaklega eftir því sem maður eldist. Þegar maður er ungur þá kemst maður upp með það að hreyfa sig lítið sem ekkert í langan tíma og lifa á góðu fæði, en svo koma tímamót þar sem hægist á brennslunni og hormónin breytast rétt í kringum fertugt. Þá er mataræði ekki bara nóg. Því breytti ég því hvernig ég hreyfi mig.“Sjálf geislar þú af lífsorku. Hvað gerir þú til að halda þér í andlegu og líkamlegu formi? „Ég er alltaf að vinna í sjálfri mér uppi í huganum og kannski einum of mikið því ég er ekki alveg laus við athyglisbrestinn. Ég reyni að temja mér það að hugleiða og fara í jóga og gera meðvitaða öndun. Ég hef tileinkað mér það síðustu árin að draga andann djúpt niður í magann. Ég lærði að meta jóga fyrir fimm árum í NY þegar ég kynntist bikram-jóga. Þá fann ég sjálfa mig. Þetta var svo erfitt því ég þurfti að sleppa og ég barðist í fleiri skipti við að halda sönsum inni í þessum sal í þessum hræðilega hita með þessar hræðilegu pósur en alltaf kallaði þetta á mig. Þetta snýst um að læra og þora að sleppa stjórninni,“ segir hún og brosir. „Ég er einmitt að fara af stað með námskeiðið Jóga Food, næring fyrir líkama og sál, ásamt Önnu Margréti sem rekur Yoga Shala Reykjavík. Í okkar vestræna heimi er svo mikill hraði og við verðum að læra að draga andann.“Á sykri eða gleðipillumHefur þú fundið fyrir því að streita sé meira áberandi hér á landi en í Danmörku? „Já og nei. Oprah Winfrey kom til Danmerkur fyrir nokkrum árum og var ofsalega hrifin og teiknaði upp glansmynd af Dönum sem hamingjusömustu þjóð í heimi. Það er mikil hamingja í gangi en ekki mikið meira en hér á landi. Það er bara önnur stemning og menning sem fjallar um að þeir eru góðir í að „hygge sig“ eða hafa það huggulegt og afslappað. Þeir eru einnig efstir á lista yfir þjóð sem notar hvað mest af gleðipillum. Íslendingar eru á sykrinum og þeir eru á gleðipillum,“ segir hún og hlær. „Hjólið er að bjarga Dönunum frá offitu og sykursýki-tvö því þeir hjóla nánast allt sem þeir fara og fæstir eiga bíl í borginni. Hér heima erum við öll í bílum og það nægir ekki að leggja 300 metrum frá staðnum, heldur beint fyrir utan. Það er hins vegar brýn nauðsyn að við lærum að slaka svolítið á. Ég hugsa að það þurfi að vera eins konar þjóðarátak til þess að lyfta upp þessu andlega verkefni saman. Við þurfum að læra að tengja mataræðið og slökunina. Fara í jóga og nota verkfærin sem maður finnur þar.“Nú var að hefja göngu sína þátturinn Heilsugengið, en þar ert þú í fararbroddi ásamt öðrum góðum konum. Segðu frá því. „Þátturinn er heilsuþáttur og markmiðið er að sýna hvað gerist ef þú breytir lifnaðarháttum og lífsstíl, sérstaklega þegar þú breytir um mataræði. Þessi þáttur er hugverk Völu Matt en hún fékk okkur Sollu með. Ég hef hitt margt frábært fólk við gerð þáttarins þar sem ég gef ráðleggingar í sambandi við mataræðið og Solla útbýr réttina.“Svona rétt í lokin, hefurðu nokkur góð ráð handa konum sem vilja lifa heilbrigðara lífi? „Lesa bókina 9 leiðir að lífsorku því hún er svo heildræn og fjallar mikið um sjálfsvinnuna. Þetta er í raun níu bækur í einni þar sem þú getur farið inn í hvaða kafla sem er og fundið lausnir og fengið nákvæmar leiðbeiningar og upplýsingar um orkuna, hreyfingu eða jafnvel um ástríðuna og kynlífið. Bókin var skrifuð í þremur heimsálfum, í Taílandi, New York og í Aðalvík á Íslandi. Hún er ansi mögnuð þessu bók. Ef ég mætti segja fimm atriði þá er það-lestu 9 leiðir að lífsorku, dragðu andann meðvitað og láttu símann þinn minna þig á það. Borðið morgunmat sem er fullur af prótíni og fitu, góðan sjeik eða ommelettu sem setur ekki álag á blóðsykurinn.“Þorbjörgu Hafsteinsdóttur Heilsa Heilsugengið Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þorbjörg Hafsteinsdóttir næringarþerapisti hefur búið í Danmörku í rúmlega þrjátíu ár en er með annan fótinn á Íslandi og sinnir fjölbreyttum verkefnum sem varða heilbrigðan lífsstíl. Lífið ræddi við hana um sykurfíknina, metsölubækurnar, ástina og nýja þáttinn, Heilsugengið. Hún situr í rólegheitunum og sötrar kaffi þegar ég kem askvaðandi inn á K-bar. Við höfum aldrei sést áður en um leið og hún sér mig stendur hún upp og faðmar mig af mikilli innlifun, rétt eins og góðar vinkonur gera. Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur töfrandi nærveru og ég kemst fljótt að því að saga hennar fjallar um unga konu sem var að vissu leyti stjórnlaus en fann hugarró í heilbrigðum lífsstíl. Þorbjörg útskrifaðist með hæstu einkunn í hjúkrunarfræði en þá var hún komin með aðrar hugmyndir. Áhuginn á næringarfræði og huglægari málefnum var orðinn mikill svo hún lagði hjúkrun á hilluna og menntaði sig sem næringarþerapista.Hvenær fékkstu þennan mikla áhuga á næringarfræði? „Ég var 19 ára þegar ég flutti til Danmörku en þangað flutti ég einnig með sykurþörfina með mér. Ég hafði tekið þetta með trompi á Íslandi og datt út úr menntaskóla í þriðja bekk því ég gat ekki einbeitt mér eða mætt í skólann. Ég svaf bara. Þegar ég uppgötvaði að ekki væru allir eins og í nýja menntaskólanum mínum í Danmörku fór ég í mikla sjálfskoðun því ég var í raun búin að vera sykurfíkill síðan ég var þriggja ára.“Hvað þýðir að vera sykurfíkill? „Sykurfíkill er einstaklingur sem er með óstjórnlega lyst og þörf fyrir sykraðan mat, sælgæti eða því sem er sætað með sykri. Þetta er bæði andleg og líkamleg fíkn. Þetta kemur við allar frumur líkamans, þar á meðal heilafrumur sem verða háðar þessum sykri. Þetta er alveg vísindalega sannað að heilastöðvar sem verða fyrir sykurárás kveiki í fíkninni líkt og hjá alkóhólistum eða dópistum. Það er alltaf saga á bak við fíkn og ég á mína sögu líka sem fjallar um foreldraskilnað og einmanaleika. Ég var óstýrilát og var talin frekur krakki sem hafði hátt. Ég lét á mér bera í skóla og fékk áminningu fyrir að skera mig úr. Ég hef eflaust verið með ADHD þá en fékk ekki greiningu fyrr en ég var fullorðin.“Ertu sem sagt greind með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) í dag? „Já, en mér er alls ekkert vel við þennan greiningartitil. Þá fer maður að skilgreina sjálfan sig í gegnum greiningarnar sem er mjög óheppilegt þegar maður er til dæmis að vaxa úr grasi. Maður á ekki að stimpla sjálfan sig sem eitthvað neikvætt. Það er mikilvægt að við sjáum jákvæðu hliðarnar. Alltof margar konur eru að tengja sjálfa sig við einhverja neikvæða hugsun og stöðva sjálfa sig í að lifa lífinu til fullnustu. Ég get þetta ekki, ég er ekki hæf, þetta er of erfitt, nei, ég er ekki nógu klár. Uppalendur, kennarar og aðrir þurfa einnig að vera vakandi fyrir því hve mikla þýðingu það hefur hvernig við komum fram við börn og styrkja þau í að vera sjálfstæðir einstaklingar sem þykir vænt um sjálfa sig og þora að vera til. Ég er ekki að tala um að pakka börnum inn í bómull. Það er eins mikill glæpaháttur og hitt.“Skar sig úr fjöldanumHvað varð til þess að þú fórst að vinna í því að verða sykurlaus? „Það er ákveðin ábyrgð að vera öðruvísi en fjöldinn og skera sig úr. Margir eru hræddir við að sleppa örygginu því að þó að þér líði illa þar sem þú ert þá ertu samt örugg, þú veist hvað þú hefur. Ég kynntist góðum og flottum manni sem var 12 árum eldri en ég. Hann er faðir barnanna minna þriggja og er mikill heimsmaður. Ég leit mjög mikið upp til hans því hann var svo klókur. Hann spurði mig bara beint einn daginn: Af hverju ertu að borða svona mikinn sykur, hvað er þetta að gera fyrir þig? Þá áttaði ég mig á því að kannski var þetta óeðlilegt og ákvað breyta um lífsstíl.“ Þorbjörgu HafsteinsdótturÞorbjörg ákvað að sleppa sykrinum en fékk mikil fráhvörf. „Ég varð veik, hristist öll, grét og var alveg ómöguleg en eftir þrjá daga fór ég að hugsa skýrt án þess að láta undan þörfinni sem kallaði á mig: Iss, þú átt þetta skilið því nú ertu búin að vera svo dugleg! Þetta var ekki bara sykurinn heldur var það líka brauðið sem maður borðaði alla daga. Ég var ekki alveg heil þó ég væri búin að sleppa sykrinum. Ég var enn þá með útblásinn maga, ég var enn þá vansæl og fór enn þá inn í slæmt hegðunarmunstur. Ég fór að lesa mér til og uppgötvaði glúteinóþol og í dag er ég laus við hvort tveggja og það er grunnurinn í mínum lífsstíl.“ Þorbjörg ber fræðum sínum góða sögu og hefur gefið út bækurnar 10 árum yngri á 10 vikum, 9 leiðir til lífsorku, Matur sem yngir og eflir og Safaríkt líf, sem allar eru byggðar á þeim fræðum að vinna með líkamann í heild sinni. Hún skellir stórri bók á borðið. „Þetta er nýja bókin mín, en hún er ekki komin til Íslands. Þessi bók átti bara að verða eins konar bæklingur en þegar ég byrjaði að skrifa fæddist þessi svokallaða húðbiblía sem inniheldur upplýsingar um ýmis húðvandamál, og hrukkumeðferðir, bæði þær hefðbundnu og óhefðbundnu.“ Botox eða brokkolí? Talið berst að danska þættinum Botox og brokkolí sem Þorbjörg tók þátt í í fyrra. Þættirnir voru byggðir þannig upp að tveir hópar voru settir upp hvor á móti öðrum og kepptu á 8 vikum í að öðlast yngra og betra útlit. Þorbjörg tók að sér brokkolíhópinn sem fylgdi hennar næringarráðgjöf en hinn hópurinn var í höndunum á dönskum lýtalækni. Hópur Þorbjargar stóð betur eftir þessar átta vikur. Ertu þá á móti inngripum eins og botoxi og restylane? „Nei, nei, ég er ekkert í þeirri aðstöðu að vera á móti því. Ég bið bara konur um að endurskoða ákvörðunina og spyrja sjálfa sig, af hverju þær eru að gera þetta. Hvað er að? Og muna að fegurðin kemur frá svo mörgu öðru en bara einhverri sprautu. Sprautan virkar kannski í sex mánuði en þú sefur kannski enn þá illa og ert enn þá með lélegt sjálfsálit og þú ert enn þá of feit eða of mjó eða þú ert enn þá vannærð eða með þurrk í húðinni. Botox er eiturefni en Restylane er náttúrulegt efni sem unnið úr sykri, svo það er ekkert hræðilegt. Þetta er hyaluron-sýra sem er efni sem þú framleiðir sjálf og er í gelinu á milli allra húðfruma. Gelið, sem heitir globulin, hefur þann eiginleika að það bindur mikinn vökva og þessi vökvasöfnun í húðinni fyllir út í húðina.“Er þú sammála því að mataræði eigi 80% í því að vera í líkamlegu góðu formi? „Mataræði hefur að sjálfsögðu mikið að segja en það hefur hreyfingin líka. Sérstaklega eftir því sem maður eldist. Þegar maður er ungur þá kemst maður upp með það að hreyfa sig lítið sem ekkert í langan tíma og lifa á góðu fæði, en svo koma tímamót þar sem hægist á brennslunni og hormónin breytast rétt í kringum fertugt. Þá er mataræði ekki bara nóg. Því breytti ég því hvernig ég hreyfi mig.“Sjálf geislar þú af lífsorku. Hvað gerir þú til að halda þér í andlegu og líkamlegu formi? „Ég er alltaf að vinna í sjálfri mér uppi í huganum og kannski einum of mikið því ég er ekki alveg laus við athyglisbrestinn. Ég reyni að temja mér það að hugleiða og fara í jóga og gera meðvitaða öndun. Ég hef tileinkað mér það síðustu árin að draga andann djúpt niður í magann. Ég lærði að meta jóga fyrir fimm árum í NY þegar ég kynntist bikram-jóga. Þá fann ég sjálfa mig. Þetta var svo erfitt því ég þurfti að sleppa og ég barðist í fleiri skipti við að halda sönsum inni í þessum sal í þessum hræðilega hita með þessar hræðilegu pósur en alltaf kallaði þetta á mig. Þetta snýst um að læra og þora að sleppa stjórninni,“ segir hún og brosir. „Ég er einmitt að fara af stað með námskeiðið Jóga Food, næring fyrir líkama og sál, ásamt Önnu Margréti sem rekur Yoga Shala Reykjavík. Í okkar vestræna heimi er svo mikill hraði og við verðum að læra að draga andann.“Á sykri eða gleðipillumHefur þú fundið fyrir því að streita sé meira áberandi hér á landi en í Danmörku? „Já og nei. Oprah Winfrey kom til Danmerkur fyrir nokkrum árum og var ofsalega hrifin og teiknaði upp glansmynd af Dönum sem hamingjusömustu þjóð í heimi. Það er mikil hamingja í gangi en ekki mikið meira en hér á landi. Það er bara önnur stemning og menning sem fjallar um að þeir eru góðir í að „hygge sig“ eða hafa það huggulegt og afslappað. Þeir eru einnig efstir á lista yfir þjóð sem notar hvað mest af gleðipillum. Íslendingar eru á sykrinum og þeir eru á gleðipillum,“ segir hún og hlær. „Hjólið er að bjarga Dönunum frá offitu og sykursýki-tvö því þeir hjóla nánast allt sem þeir fara og fæstir eiga bíl í borginni. Hér heima erum við öll í bílum og það nægir ekki að leggja 300 metrum frá staðnum, heldur beint fyrir utan. Það er hins vegar brýn nauðsyn að við lærum að slaka svolítið á. Ég hugsa að það þurfi að vera eins konar þjóðarátak til þess að lyfta upp þessu andlega verkefni saman. Við þurfum að læra að tengja mataræðið og slökunina. Fara í jóga og nota verkfærin sem maður finnur þar.“Nú var að hefja göngu sína þátturinn Heilsugengið, en þar ert þú í fararbroddi ásamt öðrum góðum konum. Segðu frá því. „Þátturinn er heilsuþáttur og markmiðið er að sýna hvað gerist ef þú breytir lifnaðarháttum og lífsstíl, sérstaklega þegar þú breytir um mataræði. Þessi þáttur er hugverk Völu Matt en hún fékk okkur Sollu með. Ég hef hitt margt frábært fólk við gerð þáttarins þar sem ég gef ráðleggingar í sambandi við mataræðið og Solla útbýr réttina.“Svona rétt í lokin, hefurðu nokkur góð ráð handa konum sem vilja lifa heilbrigðara lífi? „Lesa bókina 9 leiðir að lífsorku því hún er svo heildræn og fjallar mikið um sjálfsvinnuna. Þetta er í raun níu bækur í einni þar sem þú getur farið inn í hvaða kafla sem er og fundið lausnir og fengið nákvæmar leiðbeiningar og upplýsingar um orkuna, hreyfingu eða jafnvel um ástríðuna og kynlífið. Bókin var skrifuð í þremur heimsálfum, í Taílandi, New York og í Aðalvík á Íslandi. Hún er ansi mögnuð þessu bók. Ef ég mætti segja fimm atriði þá er það-lestu 9 leiðir að lífsorku, dragðu andann meðvitað og láttu símann þinn minna þig á það. Borðið morgunmat sem er fullur af prótíni og fitu, góðan sjeik eða ommelettu sem setur ekki álag á blóðsykurinn.“Þorbjörgu Hafsteinsdóttur
Heilsa Heilsugengið Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira