Haförninn friðaður í 100 ár á Íslandi Brjánn Jónasson skrifar 30. janúar 2014 10:00 Hafernir á Íslandi hafa verið í nokkurs konar gjörgæslu. Umferð við arnarhreiður hefur til að mynda verið bönnuð til að styggja ekki fuglinn. Mynd/Kristinn Haukur Skarphéðinsson Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Eftir að hafa verið friðaður í 100 ár er hafarnarstofninn við Ísland tekinn að braggast verulega, og er trúlega jafn stór í dag og hann var fyrir aldamótin 1900, segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Alþingi ákvað að haförninn skyldi vera alfriðaður frá ársbyrjun 1914 með fuglafriðunarlögum sem voru samþykkt sumarið 1913. Með framsýni nokkurra alþingismanna var Ísland fyrsta ríkið til að friða þessa fuglategund, segir Kristinn.Kristinn Haukur Skarphéðinsson„Það var orðið ljóst á þessum tíma að örnum hafði fækkað mjög mikið síðustu áratugina. Þeim fækkaði fyrst og fremst vegna þess að þeir voru drepnir vísvitandi bæði með eitri og skotum, það voru ýmsir hagsmunir sem stjórnuðu því,“ segir Kristinn. „Það má segja að þessi ákvörðun hafi komið í veg fyrir að þessi tegund yrði útdauð hér á landi,“ segir Kristinn. Örnunum hélt þó áfram að fækka eftir að friðunin tók gildi. Líklegt er að útburður á eitri sem ætlað var refum hafi haft þar mikil áhrif. „Eftir fimmtíu ára friðun var stofninn í jafn slæmu standi, eða því sem næst, og hann var í þegar friðunin tók gildi,“ segir Kristinn. Hann segir að það hafi ekki verið fyrr en Fuglaverndarfélaginu hafi tekist að stöðva útburð á eitri að eitthvað hafi farið að ganga að vernda stofninn. Haförninn er langlífur og viðkoman lítil, svo það tekur langan tíma fyrir friðun að hafa áhrif. „Í dag hafa 70 pör helgað sér óðöl. Stofninn er í betra horfi en hann hefur verið frá því fyrir aldamótin 1900. Hann vex hægt og örugglega, en dreifist mjög hægt út. Hann var um allt land áður en er í dag bundinn við Vesturlandið,“ segir Kristinn. Hann segir að stofninn sé almennt séð í góðu ástandi, bæði hér á landi og í Norður-Evrópu.Önnur ríki seinni til að friða haförninn Alþingi ákvað sumarið 1913 að friða haförninn tímabundið í fimm ár, frá ársbyrjun 1914. Friðunin var jafnan framlengd, þó það hafi oft kostað harðvítug átök á Alþingi. Önnur ríki voru ekki jafn fljót til. Sum nágrannaríkjanna, til dæmis Þýskaland, Danmörk, Svíþjóð og Finnland, friðuðu haförninn á árabilinu 1924 til 1934, en önnur ekki fyrr en eftir seinni heimsstyrjöldina. Norðmenn friðuðu haförninn til að mynda ekki fyrr en árið 1968, og Grænlendingar ekki fyrr en 1973.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira