„Þessi kerfisbundna mismunun á konum og stúlkum á sér stað um allan heim. Ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi á lífsleiðinni.“
Við viljum vekja athygli á stöðu kvenna út um allan heim og við ætlum að gera það með dansi í Hörpu í hádeginu 14. febrúar, í Hofi á Akureyri, í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og á Ísafirði.“
UN Women skorar á skóla, fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga að sýna samstöðu og stuðning í verki og taka þátt í dansinum og gleðinni sem fylgir þessari vitundarvakningu.
„Við höfum séð árangur en á síðasta ári áttu sér stað róttækar breytingar á Indlandi í kjölfar hrottalegrar hópnauðgunar og löggjöf hvað varðar nauðganir og önnur kynferðismál hert. Þá er einnig verið að setja lög sem banna sýruárásir og torvelda þannig aðgang að sýru þar í landi og þolendur slíks ofbeldis eru í auknum mæli að stíga fram í réttindabaráttunni.“

„Í fyrra komu saman 2.100 manns og dönsuðu af lífi og sál fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna. Í ár viljum við fá að minnsta kosti 3.000 manns í Hörpu og um land allt,“ segir Soffía.
Hægt er að taka þátt í herferðinni á samfélagsmiðlunum með því að setja inn myndir eða myndbönd með kassmerkinu #milljardurris14.