„Eina sem þurfti var sjálfstraust“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2014 08:00 Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, ræðir við sína leikmenn. fréttablaðið/Daníel Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Svo virðist sem lið í efstu deild kvenna í handbolta séu jafnari nú en oft áður, ef marka má úrslit helgarinnar í Olísdeildinni. Haukar, sem eru í áttunda sæti, gerðu sér lítið fyrir og skelltu Val, 31-27, í Vodafone-höllinni og þá varð HK aðeins annað liðið í vetur til að taka stig af toppliði Stjörnunnar er liðin skildu jöfn, 18-18. Þá má einnig nefna að Fylkir stóð lengi vel í Íslandsmeisturum Fram en tapaði á endanum með tveggja marka mun. „Það er í raun ekkert sem breyttist hjá okkur. Við erum með ungt lið sem tekist hefur að byggja upp síðustu tvö ár, jafnt og þétt,“ sagði Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Hauka, við Fréttablaðið um helgina. Þetta var fimmti sigur Hauka í röð í bæði deild og bikar en liðið er komið í undanúrslit í Coca-Cola-bikar kvenna. „Það þurfti bara að efla sjálfstraustið í liðinu og það hefur tekist með þessum sigrum,“ bætir Halldór Harri við en úrslitahelgin í bikarnum fer fram í lok mánaðarins. „Það eru ekkert nema sterk lið eftir í bikarnum en þessi sigur okkar um helgina sýndi að við eigum fullt erindi í höllina og ætlum ekki að fara þangað bara til að vera með.“Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, segir ýmislegt benda til þess að leikar séu að jafnast í deildinni. „Við höfðum fulla trú á því að við gætum náð góðum úrslitum gegn Stjörnunni og mættum tilbúin í leikinn. Stjarnan hefur átt frábært tímabil en þetta sýnir að það getur enn allt gerst í deildinni,“ segir Hilmar. Stjörnukonur geta þó verið sáttar við stigið gegn HK því liðið færði sér tap Vals í nyt og jók forystu sína á toppnum í sex stig. Alls komast átta lið í úrslitakeppni deildarinnar í vor.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03 Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Stjarnan missteig sig líka | Úrslit dagsins Topplið Stjörnunnar tapaði aðeins sínu öðru stigi á tímabilinu í Olísdeild kvenna er liðið mátti sætta sig við jafntefli gegn HK í Digranesi, 18-18. 8. febrúar 2014 18:03
Valskonur töpuðu óvænt fyrir Haukum á heimavelli Haukar virðast sjóðheitir þessa dagana en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði Vals í Vodafone-höllinni í Olísdeild kvenna. 8. febrúar 2014 15:56