Matarbloggari með uppskrift af indverskri vetrarsúpa Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 17:00 Tinna Björg Friðþórsdóttir, matarbloggari Tinna Björg Friðþórsdóttir heldur úti blogginu tinnbjorg.com. Matar- og kökugerð eiga hug hennar allan þegar hún er ekki að læra lögfræði í HR. Á blogginu sínu deilir hún ýmsum húsráðum ásamt matar- og kökuuppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hér deilir hún uppskrift að indverskri vetrarsúpu og grófum speltbollum. Uppskrift 1 1/2 rauðlaukur 3 hvítlauksrif olía 1 lítil sæt kartafla 4 gulrætur 5 msk. milt karrýmauk 2 tsk. karrý 4 msk. tómatpúrra 1 1/2 dl kókosflögur 1 dós kókosmjólk 700-800 ml vatn grænmetiskraftur salt svartur pipar Tinna Björg Friðþórsdóttir Aðferð Skerið rauðlauk í bita og steikið í stórum potti með olíu ásamt pressuðum hvítlauk í 5 mínútur eða þar til rauðlaukurinn verður mjúkur. Afhýðið og skerið sæta kartöflu og gulrætur í teninga. Bætið teningunum í pottinn og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hrærið karrýmauki, karrýi og tómatpúrru saman við grænmetið ásamt kókosflögum. Hellið kókosmjólk og vatni í pottinn og hitið að suðu. Smakkið súpuna til með grænmetiskrafti, salti og svörtum pipar og látið krauma við vægan hita í 45 mínútur. Takið að lokum pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Magnið af grænmetiskrafti fer eftir tegund því hann er misjafnlega saltur. Þess vegna hef ég þá þumalputtareglu að setja alltaf kraftinn fyrst og svo saltið. Tinna Björg Friðþórsdóttir Grófar speltbollur 5 dl gróft spelt 1 dl fimm korna fræblanda 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl ABmjólk 1 1/2-2 dl heitt vatn Aðferð Blandið spelti, fræblöndu, lyftidufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið ABmjólk og vatni saman við. Mótið í hæfilega stórar bollur og sáldrið fræjum yfir. Bakið við 200°C í 20-25 mínútur. Deigið á að vera blautt og klístrað þegar bollurnar eru mótaðar. Í staðinn fyrir að dreifa úr speltbollunum á bökunarplötunni baka ég þær saman í klasa, þannig haldast þær mýkri. Þegar ég á ekki til ABmjólk hef ég stundum í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt hrista saman við smá mjólk. Brauð Súpur Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Tinna Björg Friðþórsdóttir heldur úti blogginu tinnbjorg.com. Matar- og kökugerð eiga hug hennar allan þegar hún er ekki að læra lögfræði í HR. Á blogginu sínu deilir hún ýmsum húsráðum ásamt matar- og kökuuppskriftum sem hún hefur sankað að sér í gegnum tíðina. Hér deilir hún uppskrift að indverskri vetrarsúpu og grófum speltbollum. Uppskrift 1 1/2 rauðlaukur 3 hvítlauksrif olía 1 lítil sæt kartafla 4 gulrætur 5 msk. milt karrýmauk 2 tsk. karrý 4 msk. tómatpúrra 1 1/2 dl kókosflögur 1 dós kókosmjólk 700-800 ml vatn grænmetiskraftur salt svartur pipar Tinna Björg Friðþórsdóttir Aðferð Skerið rauðlauk í bita og steikið í stórum potti með olíu ásamt pressuðum hvítlauk í 5 mínútur eða þar til rauðlaukurinn verður mjúkur. Afhýðið og skerið sæta kartöflu og gulrætur í teninga. Bætið teningunum í pottinn og steikið áfram í nokkrar mínútur. Hrærið karrýmauki, karrýi og tómatpúrru saman við grænmetið ásamt kókosflögum. Hellið kókosmjólk og vatni í pottinn og hitið að suðu. Smakkið súpuna til með grænmetiskrafti, salti og svörtum pipar og látið krauma við vægan hita í 45 mínútur. Takið að lokum pottinn af hellunni og maukið súpuna með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Magnið af grænmetiskrafti fer eftir tegund því hann er misjafnlega saltur. Þess vegna hef ég þá þumalputtareglu að setja alltaf kraftinn fyrst og svo saltið. Tinna Björg Friðþórsdóttir Grófar speltbollur 5 dl gróft spelt 1 dl fimm korna fræblanda 1 1/2 tsk lyftiduft 1 tsk. sjávarsalt 2 dl ABmjólk 1 1/2-2 dl heitt vatn Aðferð Blandið spelti, fræblöndu, lyftidufti og sjávarsalti saman í skál og hrærið ABmjólk og vatni saman við. Mótið í hæfilega stórar bollur og sáldrið fræjum yfir. Bakið við 200°C í 20-25 mínútur. Deigið á að vera blautt og klístrað þegar bollurnar eru mótaðar. Í staðinn fyrir að dreifa úr speltbollunum á bökunarplötunni baka ég þær saman í klasa, þannig haldast þær mýkri. Þegar ég á ekki til ABmjólk hef ég stundum í hallæri notað hreint skyr eða gríska jógúrt hrista saman við smá mjólk.
Brauð Súpur Uppskriftir Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira