Ísland klæðir mig illa Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. febrúar 2014 06:00 Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Hjarta mitt slær fyrir Manchester United í enska boltanum. Síðan ég byrjaði að halda með liðinu hef ég varið það út í rauðan dauðann. Ég varði Hargreaves þegar hann gat varla geispað án þess að meiðast. Ég varði Berbatov þegar lá við að hann keðjureykti á hliðarlínunni. Og ég ver elsku, besta Nani í hvert sinn sem hann tekur upp á því að einspila – sem er oft! En nú er þolinmæði mín á þrotum. Líkt og ég nenni varla lengur að kalla mig Íslending. United og Ísland eiga nefnilega margt sameiginlegt. Það helsta er að við stjórnvölinn á báðum stöðum eru menn sem ég get varla horft framan í þessa dagana. Menn sem ég hef trú á að viti ekkert hvað þeir eru að gera. Menn sem vilja helst sigla skipinu í strand án þess að viðurkenna að þeir hafi gert mistök. Ég hef nefnilega alltaf tekið upp hanskann fyrir Ísland. Ég hef alltaf verið stolt af því að vera Íslendingur. Í mínum huga hefur Íslendingurinn verið hlutgervingur þess að allir vegir séu færir. Ég get allt, því ég er Íslendingur. Við erum hörð af okkur, við líðum ekkert múður og við göngum hreint til verks. Já, ég veit. Þjóðernisremba par exellence. Nú líður mér hins vegar eins og ég sé fangi í eigin landi. Ég má ekki taka þátt í að móta framtíð þjóðarinnar. Ég má ekki einu sinni hugsa um það. Og Guð forði mér frá því að kaupa ost frá löndum sem kunna að búa til eitthvað annað en skærgula, bragðlausa drullu. Það er minnsta mál í heiminum að skipta um félagslið í enska boltanum. Ein ferð í Jóa útherja og málið er dautt. Það er hins vegar talsvert meira mál að skipta um þjóðerni. Ég myndi samt frekar leggja það á mig en að klæðast einhverju öðru en þessum dýrðlegu United-búningum. Og það er ekki út af því að rautt klæði mig svo vel. Það er vegna þess að það að vera Íslendingur klæðir mig afar illa þessa dagana.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun