Allt annar Pavel í númer fimmtán Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2014 08:30 Pavel Ermolinski hefur spilað vel með KR í vetur og ekki síst eftir að hann endurheimti treyju númer fimmtán í janúar. Vísir/Pjetur Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Pavel Ermolinski hefur sett nýtt met í úrvalsdeild karla með því að ná sjö þrennum í Dominos-deild karla í vetur en um leið var hann einnig fyrstur til að ná þrennu í þremur leikjum í röð og sá sem nær þrennum með fæstra daga millibili. Hver þrenna kappans tryggir honum ennfremur enn betri stöðu í efsta sæti listans yfir flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla en þær eru núna orðnar fimmtán. Það sem vekur þó mikla athygli er gríðarlegur munur á framlagi Pavels Ermolinskij eftir því hvort hann spilar í sínu uppáhaldsnúmeri, fimmtán, eða treyju númer níu þegar hann gaf Martin Hermannsyni eftir treyju númer fimmtán og fékk hans treyju í staðinn. Báðir vilja þeir Pavel og Martin spila í treyju fimmtán eins og Fréttablaðið fjallaði um fyrr í vetur og komust þeir að samkomulagi um að skipta við hvern tapleik. Tapleikirnir hafa aðeins verið tveir, í bikarnum á móti Njarðvík í nóvember og í deildinni á móti Grindavík í fyrsta leik ársins 2014. Pavel skipti því úr fimmtán í níu í nóvember og svo úr níu í fimmtán í janúar. Þegar tölfræði Pavels í deildinni er skoðuð eftir því í hvaða treyju hann spilar kemur í ljós gríðarlegur munur á framlagi hans og í raun hefur Pavel verið á rosalegri siglingu eftir að hann komst aftur í treyju fimmtán. Pavel hefur verið með þrennu í síðustu þremur leikjum sínum og er með þrennu að meðaltali í undanförnum fimm leikjum (14,6 stig – 11,2 fráköst – 11,2 stoðsendingar). KR hefur að sjálfsögð unnið þá alla enda er Pavel illviðráðanlegur á góðum degi. Það eru aðeins átta leikir síðan hann komst aftur í treyju fimmtán eftir skell á móti Grindavík í DHL-höllinni. Fyrsti leikurinn á móti ÍR var ekki einn af þeim bestu í uppáhaldstreyjunni í vetur en eftir súperleik í sigri á Snæfelli (28 stig, 12 fráköst og 12 stoðsendingar) hefur Pavel næstum því alltaf verið á þrennuvaktinni. Pavel var ekki nálægt þrennu í einum af síðustu sjö leikjum en þá gerði hann út um leikinn með því að skora sigurkörfuna á móti Stjörnunni. Pavel er með þriggja þrennu forskot á Haukamanninn Emil Barja og því þegar búinn að tryggja sér „þrennutitilinn“ þegar tvær umferðir eru eftir alveg eins og KR-liðið er þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Næst á dagskrá er að fara að grafa upp þrennumetin í úrslitakeppninni þar sem Pavel og KR-liðið er líklegt til afreka.Treyjuáhrifin á Pavel Ermolinskij leyna sér ekki:Þrefaldar tvennur: Í treyju númer fimmtán: 6 í 11 leikjum Í treyju númer níu: 1 í 9 leikjumMismunur: +5Stig í leik Í treyju númer fimmtán: 13,6 Í treyju númer níu: 11,6Mismunur: +2,3Fráköst í leik Í treyju númer fimmtán: 12,3 Í treyju númer níu: 10,3Mismunur: +1,9Stoðsendingar í leik Í treyju númer fimmtán: 8,7 Í treyju númer níu: 6,3Mismunur: +2,4Framlag í leik Í treyju númer fimmtán: 26,2 Í treyju númer níu: 19,9Mismunur: +6,3 ----Þrennumetin hans Pavels Ermolinskij í vetur7 Flestar þrennur á einu tímabili3 Þrennur í flestum leikjum í röð4 Fæstir dagar á milli þrennna15 Flestar þrennur í sögu úrvalsdeildar karla
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira