Davíð Þór segir velgengni afstætt hugtak Ólöf Skaftadóttir skrifar 25. mars 2014 07:45 Davíð Þór í Berlín Vísir/Úr einkasafni Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“ Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Verðlaunakvikmyndin Hross í Oss hlaut tvenn verðlaun á nýyfirstaðinni kvikmyndahátíð í Aubagne í Suður-Frakklandi, en á hátíðinni er aðaláherslan lögð á tónlist og hljóðvinnslu í kvikmyndum. „Ég tók við verðlaunum fyrir tónlistina og fyrir hönd Benedikts Erlingssonar á móti verðlaunum fyrir bestu myndina á hátíðinni,“ segir Davíð Þór Jónsson tónlistarmaður en tónlistin í myndinni er að mestu leyti eftir hann, með dyggri aðstoð Fóstbræðra. „Það er náttúrulega rosalega gaman ef tónlistin vekur eftirtekt því hún er stór hluti af myndinni, sem er frekar óhefðbundin því að það er lítið talað í henni,“ útskýrir Davíð Þór. Hross í Oss er ekki fyrsta samstarfsverkefni Benedikts og Davíðs. „Við unnum saman að Hótel Volkswagen eftir borgarstjórann sem var ánægjulegt. Þar leikstýrði Benedikt og ég gerði hljóð og tónlist. En það var allt öðruvísi, nútímalegra og meira absúrd í gangi. En þetta samstarf var sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að þetta er fyrsta stóra myndin hans Benedikts og ég hef aldrei samið músík áður fyrir mynd í fullri lengd – og ég er mjög stoltur af afrakstrinum. Velgengni er afstætt hugtak. Okkur langaði að skapa sögu og búa hana til alveg óháð því hvort hún yrði sýnd tvisvar eða 2.000 sinnum, en það er auðvitað dásamlegt að hún veki athygli og fái viðurkenningu fyrir það sem hún er.“
Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein