Leikstjórinn sem smíðar gull Friðrika Benónýsdóttir skrifar 27. mars 2014 13:30 Erling gullsmiður: "Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“ Vísir/Valli „Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana. HönnunarMars Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Að því er mér skilst er það stefna í Póllandi að þeir sem geta komið á samstarfi út fyrir landamærin njóti forgangs í styrkveitingum. Þar þykir það nefnilega sniðugt að starfa með útlendingum og fá inn nýja strauma,“ segir Erling Jóhannesson, sem er heima í örstuttu hléi frá starfi sínu sem leikstjóri Sögunnar af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason í Gdansk, spurður hvernig það verkefni hafi komið til hans. „Við erum á fullu í æfingaferlinu og það verður frumsýning um miðjan maí þannig að ég fékk bara að skjótast heim til að sinna hlutverki mínu sem gullsmiður á HönnunarMars og halda sýningu.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17 á bryggjunni bak við Kaffivagninn á Grandagarði. Erling sýnir nýja skartgripi og er sýningin unnin í samstarfi við Þórarin Blöndal myndlistarmann.Hvernig kom það samstarf til? „Við Tóti erum búnir að vinna saman í leikhúsinu í tuttugu ár og partur af hans myndlist eru innsetningar af rýmum sem hann hefur einhverra hluta vegna heillast af. Innbyggðar í þessi rými eru oft alls kyns misskynjanir sem mér finnst mjög skemmtilegt. Ég fékk hann til að sýna með mér og við tökum skartgripina sem ég er að búa til núna og setjum þá á alls konar vinnslustigum inn í þessi rými. Þannig fá skartgripirnir líf sem einhvers konar abstrakt form frekar en beinlínis sem skartgripir. Ég er að leika mér að því að setja það sem ég er að gera í annað samhengi, búa til aðra sögu.“Þú nærð þá að sameina hlutverk gullsmiðsins og leikstjórans á einu bretti? „Já, og losna við leikarana, sem er mikill kostur,“ segir Erling sposkur.Sýningin verður einungis opin fram á sunnudag, milli 14 og 17 alla dagana.
HönnunarMars Menning Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira