Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2014 06:30 Þorleifur Ólafsson. vísir/valli Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“ Dominos-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, var þá kominn á hækjur eftir að hafa meiðst illa á hné í fyrsta leikhluta. „Ég læt liggja á milli hluta hvað ég sagði en ástæðan fyrir því að ég missti mig var frammistaða dómaranna í leiknum,“ segir Þorleifur í samtali við Fréttablaðið. Hann tekur þó fram að hann kenni dómurunum ekki um tapið og að hann hafi beint orðum sínum að Björgvini þar sem hann væri aðaldómari leiksins. „Frammistaða dómaranna hefur heilt yfir ekki verið góð en mælirinn fylltist í þessum leik. Það virðist vera sem allt of margir dómarar hér á landi séu ekki starfi sínu vaxnir,“ útskýrir Þorleifur sem fékk brottrekstrarvillu hjá Björgvini og var svo úrskurðaður í eins leiks bann. Það kemur þó ekki mikið að sök þar sem Þorleifur er mjög líklega með slitið krossband í hné og spilar ekki meira á tímabilinu. „Það var meðvituð ákvörðun að missa mig og ég vissi alveg hvaða afleiðingar það hefði í för með sér,“ segir Þorleifur.Þurfa að taka meiri ábyrgð Hann segir ekkert eðlilegra fyrir dómara en að gera mannleg mistök eins og gengur og gerist. En Þorleifur telur að viðhorf þeirra sé slæmt og það sýni sig í samskiptum þeirra við þjálfara og leikmenn. „Það sem helst mætti bæta er að þeir taki meiri ábyrgð á sínum gjörðum. Svo virðist vera að þeim sé alveg sama og það fer helst í taugarnar á mér. Þeir þurfa að gera sér grein fyrir því að til þess að verða betri í því sem þeir gera þurfa þeir að leggja aukalega á sig – líkt og leikmenn og þjálfarar gera,“ segir Þorleifur og bendir á að framþróun íþróttarinnar hefur verið mikil síðustu ár. „Sérstaklega höfum við eignast marga unga og góða leikmenn sem hafa blómstrað. Það sést best á því að gæðin í íslenskum körfubolta hafa ekkert minnkað við það að Bandaríkjamönnum var fækkað fyrir tímabilið. En hvað dómarana varðar finnst mér þeir hafa staðið í stað og ekki fylgt þróuninni.“Dómararnir eru með skæting Þorleifur nefnir að bestu dómarar landsins að hans mati – Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Jón Guðmundsson – séu reiðubúnir að ræða málin við leikmenn og að fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar. „Mannleg samskipti hjá mörgum dómurum eru ekki til staðar. Þeir eru aldrei tilbúnir að ræða málin og eru með skæting þess í stað. Þeir hóta manni með tæknivillu um leið og maður ætlar að ræða málin. Þeir virðast vera yfir aðra hafnir þegar kemur að því að gera íþróttina okkar betri. Við eigum marga dómara sem hafa dæmt meira en þúsund leiki á ferlinum en frammistaðan endurspeglar það ekki nema hjá þessum þremur.“ Hann ítrekar þó að dómgæslan í umræddum leik hafi ekki kostað Grindvíkinga sigurinn en þriðji leikur liðsins í rimmu þess gegn Þór fer fram í kvöld. „Í þessu tilviki var ég virkilega ósáttur og allt of mörg mistök hjá dómaratríóinu sem mátti skrifa á einbeitingarleysi. Þeir voru ekki tilbúnir og það er ekki boðlegt í úrslitakeppni.“
Dominos-deild karla Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira