Kom sjálfri sér á óvart Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 29. mars 2014 10:00 mynd/stefán „Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
„Til að ná árangri sem listamaður ræður úrslitum að hafa „talent“ því hæfileikalaus kemst maður ekki langt. Í hæfileikunum liggur grundvöllurinn, en líka því að vera á réttum stað á réttum tíma og hafa heppnina með sér,“ segir Selma sem sér um listræna útfærslu atriða hjá keppendum í Ísland Got Talent. Selmu til halds og trausts er listrænt teymi skipað þeim Vigni Snæ Vigfússyni tónlistarmanni og stílistunum Margréti og Hörpu Einarsdætrum. „Saman hjálpum við keppendum að færa atriðin yfir á næsta stig, gefum hugmyndum þeirra vængi og finnum listrænar úrlausnir í samræmi við óskir þeirra um klæðaburð, leikmuni, bakraddasöngvara, dansara eða hvað annað sem viðkemur lokaútfærslum atriðanna.“ Selma segir langflesta keppendur hafa skýrar hugmyndir um útfærslu atriða sinna, enda sé mikið í húfi. „Endanleg útfærsla verður alltaf í höndum keppendanna sjálfra en okkar er að vera til staðar fyrir þá, skiptast á hugmyndum, uppfylla óskir þeirra og mæta þeim á miðri leið.“Dýrmætt tækifæri Frá og með næsta sunnudagskvöldi verður Ísland Got Talent sýnt í beinni útsendingu. „Þá skiptir miklu hvernig til tekst og kemur í ljós hverjir standast álagið. Mér líst mjög vel á keppendurna og forvitnilegt að sjá hvernig áhorfendur koma til með að kjósa,“ segir Selma um ólík atriðin sem krefjast mismunandi nálgunar. „Sum atriðin eru nánast fullmótuð en þó þarf að huga að tónlist, myndvinnslu, búningum og fleiru sem við sinnum eftir bestu getu.“ Selma segir mikilvægt fyrir upprennandi listamenn að fá tækifæri tll að spreyta sig. „Sjálf hóf ég ferilinn sem dansari en fékk svo óvænt tækifæri í söngprufu fyrir söngleik og komst að því að ég gæti líka sungið. Þannig leiðir tækifæri á einu sviði mann iðulega á aðrar brautir og oftar en ekki kemur maður sjálfum sér á óvart.“ Selma segir hæfileikaþætti á borð við Ísland Got Talent vera afbragðs kynningu á hæfileikum fólks og vonandi verði úr flott tækifæri. „Þótt aðeins einn geti unnið keppnina styrkir hún aðra þátttakendur, gefur þeim byr undir báða vængi og dýrmætt samþykki fagfólks fyrir hæfileikum þeirra með hvatningu um að halda áfram.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Laufey á landinu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira