Adrenalínið á fullu baksviðs Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 28. mars 2014 12:00 Guðbjörg er önnur tveggja förðunarfræðinga sem heldur utan um alla förðunarvinnu á Reykjavík Fashion Festival. Jóhanna B. Christensen Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“ Game of Thrones RFF Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Förðunarfræðingarnir Guðbjörg Huldís Kristinsdóttir og Fríða María Harðardóttir munu bera ábyrgð á allri förðun á tískusýningum Reykjavík Fashion Festival sem fram fer í Hörpu nú um helgina. Guðbjörg segir mikla undirbúningsvinnu vera á bak við viðburð af þessari stærðargráðu. „Við erum búnar að vera allavega í tvær vikur á fullu í undirbúningi. Við hittum hönnuðina og förum í hugmyndavinnu með þeim. Svo komum við með tillögur og þegar niðurstaða er fengin er hún prófuð. Við erum búin að taka eina prufu og svo verður önnur tekin í dag í Hörpu í réttri lýsingu.“Spennufall eftir sýningu Þær Fríða María stjórna allri förðunarvinnunni en eru með teymi förðunarfræðinga frá MAC með sér. „Við tókum þær í próf og röðuðum þeim svo saman í teymi eftir þeirra styrkleikum. Fyrir sýningarnar á morgun verðum við búnar að tímasetja allt og raða upp teymunum. Við Fríða María verðum með yfirsýnina og sleppum ekki hendinni af módelunum fyrr en þau fara inn á sviðið. Svo höfum við bara nokkrar sekúndur á milli til að laga þau módel sem eru með fleiri en eina innkomu. Það getur ýmislegt gerst þegar þau skipta um föt, varaliturinn smyrst og fleira. Það er mikið stress og adrenalínflæði í gangi. Þegar sýningarnar eru búnar verður ákveðið spennufall, hver tískusýning er bara í tíu til fimmtán mínútur en við búnar að eyða einhverjum vikum í undirbúning. Það er samt mjög góð tilfinning þegar vel gengur,“ segir Guðbjörg.Fengist við allt milli himins og jarðar Guðbjörg lærði förðun í London College of Fashion og útskrifaðist árið 2001. Síðan 2005 hefur hún verið verktaki og starfað að mestu í auglýsinga- og kvikmyndagerð bæði hér heima og erlendis. „Ég hef í rauninni fengist við allt milli himins og jarðar. Ég hef unnið á tískuvikum í Danmörku og í London, gert eina bíómynd og eina sjónvarpsmynd og var að vinna við Game of Thrones. Ég fæst við alls konar förðun og alls ekki bara „beauty“-förðun. Í auglýsingum þarf að koma ýmsum skilaboðum á framfæri og þá eru leikararnir til dæmis sveittir eða með áverka þannig að þetta er mjög fjölbreytt starf. Við erum svo fá í þessum bransa hér á landi að við getum ekki sérhæft okkur í einhverju einu. Ég er samt sterkust í alls kyns húðvinnu og finnst skemmtilegast að vinna með hvers konar smáatriði. Það er helst hægt að gera það í kvikmyndum, þá þarf að búa til einhvern karakter með ákveðið útlit og hægt að leika sér með það.“Eins og sjómannslíf Guðbjörg segir þá sem starfa í þessum bransa þurfa að hafa óendanlegan áhuga og ástríðu fyrir sminki. „Það er þó ekki það eina sem til þarf. Það er mjög óreglulegur vinnutími í þessu, stundum er mikið að gera en stundum ekki. Þegar mikið er að gera eru fjarvistir frá fjölskyldunni langar og þetta verður nokkurs konar sjómannslíf. Einnig er nauðsynlegt að geta unnið við mismunandi aðstæður, í kulda, í myrkri og á nóttunni. Þetta er alls ekki fyrir alla en ég hef mjög gaman af starfinu.“
Game of Thrones RFF Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira