Okkur líður verr… Teitur Guðmundsson skrifar 1. apríl 2014 07:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá hinu svokallaða hruni og við heyrum af því fréttir að landið sé að rísa hægt og rólega á hinum ýmsu sviðum. Það er gott ef maður trúir því og líklega má til sanns vegar færa að svo sé víða. Ef við horfum til heilsufars Íslendinga þá koma fram efasemdir um að við séum á réttri leið, sérstaklega ef rýnt er í skýrslu Landlæknisembættisins um heilsu og líðan. Rétt er að geta þess að sú rannsókn er fyrst og fremst lýsandi og sömuleiðis að hún tekur til ársins 2012 og hefur til samanburðar árin 2007 og 2009 svo upplýsingarnar eru ekki glænýjar. Þróunin er góð og ánægjuleg á nokkrum sviðum, sér í lagi ef litið er til áfengis-, tóbaks- og vímuefnaneyslu en mögulega er efnahagslegt samhengi þar hluti skýringarinnar sem myndi aftur dekkja heildarmyndina, kjósi maður að horfa þannig á hlutina. Í könnuninni kemur nefnilega vel fram að talsverður fjöldi einstaklinga hefur neitað sér um læknisfræðilega aðstoð sökum kostnaðar, sérstaklega yngri hópurinn, sem hefur þá mögulega forgangsraðað öðruvísi en ella. Ekki var spurt um það sérstaklega hvers vegna áfengis- og tóbaksneysla hefur minnkað. Vafalítið spila þar efnahagslegir þættir inn í, en við skulum vona að meirihluti þessa árangurs sé sökum þess hversu skynsamt fólk er orðið.Aukin síþreyta og vefjagigt Það sést þegar rýnt er í tölur og töflur skýrslunnar að almenn líðan virðist að einhverju leyti vera verri en áður, sérstaklega í hópnum 18-44 ára, bæði hjá konum og körlum, en einnig yfir línuna. Má þarna nefna aukningu á sviði verkjavanda milli samanburðarára. Spurt er hversu mikil áhrif á daglegt líf ýmis einkenni hafi og er sláandi að sjá versnandi ástand í öllum aldurshópum beggja kynja varðandi skerta hreyfigetu, vöðvabólgu, þrekleysi, verki í höndum, baki og herðum. Þá kemur í ljós að síþreyta og vefjagigt eru að aukast, en þau vandamál eru talsvert bendluð við andlega líðan og jafnvægi. Það velkist enginn í vafa um það að andlegt álag og streita, sem margsinnis hefur verið rætt um, tengist þróun sjúkdóma. Við virðumst horfa upp á það með beinum hætti í þessari skýrslu að meira og minna öll þessi flögg eru uppi og má tengja þau saman við versnandi líðan. Hinir yngri og hraustari finna fyrir verulega meira álagi, eiga erfiðara með að ná endum saman, upplifa mikið ójafnvægi milli vinnu og einkalífs, allt að 60% upplifa mikið álag við vinnu og hæstu gildi síþreytu, kvíða og þunglyndis eru meðal yngsta hóps kvenna. Þess utan virðist þessi hópur eiga einna erfiðast með að sofna og fá nægan svefn. Til að bæta svo gráu ofan á svart virðast karlar og konur sérstaklega í þessum hópi vera óánægðust með útlit sitt og líkamsbyggingu, ekki beysið það!Miðar í öfuga átt Offita hefur aukist, við sitjum meira á rassgatinu en áður, erum svartsýnni og svona til að kóróna þetta allt saman eru merki þess að ofnæmi, bólgur, fæðuóþol og viðlíka sé á uppleið hjá báðum kynjum og á öllum aldri. Margt var fyrirsjáanlegt – líkt og að aukning yrði í tengslum við krabbamein, þá fyrst og fremst í hópi eldri einstaklinga. Góðu fréttirnar eru hins vegar að það virðist draga úr hjarta- og æðasjúkdómum sem er fagnaðarefni. Þessi upptalning er auðvitað til að æra óstöðugan og kannski ekki hægt að heimfæra niðurstöðurnar neitt absolútt yfir á þjóðina. Það er þó ljóst af lestri skýrslunnar, og fyrir þá sem hafa gaman af tölum og súluritum, að okkur virðist miða í öfuga átt á mörgum sviðum. Við erum ekki enn búin að ná viðspyrnu á nándar nærri nógu mörgum af þeim breytum sem mældar eru og betur má ef duga skal. Það þýðir samt lítið að gefast upp þótt á móti blási, en menn verða líka að standa í lappirnar og koma þessum hlutum í lag. Slíkt gerist ekki nema með sameinuðu átaki allra, ekki síst fagfólks sem lætur sér annt um heilsu og líðan samlanda sinna, og réttri forgangsröðun í fjármálum og stefnumörkun hins opinbera. Þjóðin hefur ekki efni á því að sú kynslóð sem á að bera uppi samfélagið næstu áratugina kikni í hnjánum áður en hún er lögð af stað í vegferðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá hinu svokallaða hruni og við heyrum af því fréttir að landið sé að rísa hægt og rólega á hinum ýmsu sviðum. Það er gott ef maður trúir því og líklega má til sanns vegar færa að svo sé víða. Ef við horfum til heilsufars Íslendinga þá koma fram efasemdir um að við séum á réttri leið, sérstaklega ef rýnt er í skýrslu Landlæknisembættisins um heilsu og líðan. Rétt er að geta þess að sú rannsókn er fyrst og fremst lýsandi og sömuleiðis að hún tekur til ársins 2012 og hefur til samanburðar árin 2007 og 2009 svo upplýsingarnar eru ekki glænýjar. Þróunin er góð og ánægjuleg á nokkrum sviðum, sér í lagi ef litið er til áfengis-, tóbaks- og vímuefnaneyslu en mögulega er efnahagslegt samhengi þar hluti skýringarinnar sem myndi aftur dekkja heildarmyndina, kjósi maður að horfa þannig á hlutina. Í könnuninni kemur nefnilega vel fram að talsverður fjöldi einstaklinga hefur neitað sér um læknisfræðilega aðstoð sökum kostnaðar, sérstaklega yngri hópurinn, sem hefur þá mögulega forgangsraðað öðruvísi en ella. Ekki var spurt um það sérstaklega hvers vegna áfengis- og tóbaksneysla hefur minnkað. Vafalítið spila þar efnahagslegir þættir inn í, en við skulum vona að meirihluti þessa árangurs sé sökum þess hversu skynsamt fólk er orðið.Aukin síþreyta og vefjagigt Það sést þegar rýnt er í tölur og töflur skýrslunnar að almenn líðan virðist að einhverju leyti vera verri en áður, sérstaklega í hópnum 18-44 ára, bæði hjá konum og körlum, en einnig yfir línuna. Má þarna nefna aukningu á sviði verkjavanda milli samanburðarára. Spurt er hversu mikil áhrif á daglegt líf ýmis einkenni hafi og er sláandi að sjá versnandi ástand í öllum aldurshópum beggja kynja varðandi skerta hreyfigetu, vöðvabólgu, þrekleysi, verki í höndum, baki og herðum. Þá kemur í ljós að síþreyta og vefjagigt eru að aukast, en þau vandamál eru talsvert bendluð við andlega líðan og jafnvægi. Það velkist enginn í vafa um það að andlegt álag og streita, sem margsinnis hefur verið rætt um, tengist þróun sjúkdóma. Við virðumst horfa upp á það með beinum hætti í þessari skýrslu að meira og minna öll þessi flögg eru uppi og má tengja þau saman við versnandi líðan. Hinir yngri og hraustari finna fyrir verulega meira álagi, eiga erfiðara með að ná endum saman, upplifa mikið ójafnvægi milli vinnu og einkalífs, allt að 60% upplifa mikið álag við vinnu og hæstu gildi síþreytu, kvíða og þunglyndis eru meðal yngsta hóps kvenna. Þess utan virðist þessi hópur eiga einna erfiðast með að sofna og fá nægan svefn. Til að bæta svo gráu ofan á svart virðast karlar og konur sérstaklega í þessum hópi vera óánægðust með útlit sitt og líkamsbyggingu, ekki beysið það!Miðar í öfuga átt Offita hefur aukist, við sitjum meira á rassgatinu en áður, erum svartsýnni og svona til að kóróna þetta allt saman eru merki þess að ofnæmi, bólgur, fæðuóþol og viðlíka sé á uppleið hjá báðum kynjum og á öllum aldri. Margt var fyrirsjáanlegt – líkt og að aukning yrði í tengslum við krabbamein, þá fyrst og fremst í hópi eldri einstaklinga. Góðu fréttirnar eru hins vegar að það virðist draga úr hjarta- og æðasjúkdómum sem er fagnaðarefni. Þessi upptalning er auðvitað til að æra óstöðugan og kannski ekki hægt að heimfæra niðurstöðurnar neitt absolútt yfir á þjóðina. Það er þó ljóst af lestri skýrslunnar, og fyrir þá sem hafa gaman af tölum og súluritum, að okkur virðist miða í öfuga átt á mörgum sviðum. Við erum ekki enn búin að ná viðspyrnu á nándar nærri nógu mörgum af þeim breytum sem mældar eru og betur má ef duga skal. Það þýðir samt lítið að gefast upp þótt á móti blási, en menn verða líka að standa í lappirnar og koma þessum hlutum í lag. Slíkt gerist ekki nema með sameinuðu átaki allra, ekki síst fagfólks sem lætur sér annt um heilsu og líðan samlanda sinna, og réttri forgangsröðun í fjármálum og stefnumörkun hins opinbera. Þjóðin hefur ekki efni á því að sú kynslóð sem á að bera uppi samfélagið næstu áratugina kikni í hnjánum áður en hún er lögð af stað í vegferðina.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun