Þungarokkstónleikar með leikrænu ívafi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. apríl 2014 11:00 "Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim.” Mynd/Lárus Sigurðarson "Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“ Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Hljómsveitin Skálmöld spilar plötuna Baldur á sviðinu og svo koma þrír trúðar og hjálpa henni að flytja söguna af Baldri. Þeir koma inn á milli laga, segja frá því sem er um að vera, leika atburðarásina og karakterana í verkinu og segja frá örlögum Baldurs í gegnum allt verkið,“ útskýrir Halldór Gylfason leikstjóri þolinmóður þegar hann fær þá spurningu, örugglega í hundraðasta skipti, hvað hann sé að vilja með trúða í þungarokkssýningu. „Þetta er hart og flott og groddalegt rokk og svo koma einlæg, opin barnsleg hjörtu inn á milli. Mjólka dramað, fara inn í harminn og gleðina af fullri alvöru. Það er engum hlátur í huga enda fjallar sagan um dauða og harm og trúðar eru einna bestir í því að túlka harm.“ Spurður hvernig gengið hafi að púsla þessum andstæðum saman segir Halldór það hafa gengið ótrúlega vel. „Þessir strákar í Skálmöld eru svo næs. Miklir fagmenn, góðir í samstarfi og til í allt. Opnir fyrir öllum pælingum. Auðvitað höfðu þeir áhyggjur af því að við ætluðum að fara að vera með fíflalæti og rugl. Eitthvert grín og sprell með trúðslátum. En það er alls ekki pælingin. Við berum mjög djúpa virðingu fyrir verkinu og fyrst og síðast er þetta svo sannarlega ekkert grín.“ Halldór segist hikstalaust flokka sýninguna sem tónleika en ekki leiksýningu. „Þetta eru tónleikar, þeir spila plötuna alla í gegn, en trúðarnir hjálpa þeim. Við skulum segja að þetta séu tónleikar með leikrænu ívafi.“
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira