Bók bókanna sýnd í ýmsum útgáfum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2014 14:30 "Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir Nanna Lind sem hér er með Eiríki Arnari. Mynd/Auðunn Níelsson Mynd/Auðunn Níelsson „Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16. Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við fórum djúpt í okkar innstu geymslur og tókum fram nokkra forna dýrgripi. Það er einkum bók bókanna, Biblían, í útgáfum fyrri alda. Þær hafa aldrei verið sýndar en okkur datt í hug að draga þær fram í tilefni af páskunum meðal annars.“ Þetta segir Nanna Lind Svavarsdóttir, verkefnisstjóri á Amtsbókasafninu, sem ásamt Eiríki Arnari Magnússyni hefur unnið þar að uppsetningu sýningar. „Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – stórar og fallegar bækur og ótrúlega vel varðveittar, margar hverjar. Einn góður vinur safnsins benti okkur á í morgun að við værum hér með eintak af Grútarbiblíunni,“ segir hún glaðlega. „Þessi fimmta útgáfa biblíunnar á íslensku er ýmist kölluð Grútarbiblían eða Hendersonsbiblían. Fyrra nafnið er þannig til komið að Harmljóðin eru í þessari útgáfu kölluð „Harmagrútur Jeremiæ“, í stað „Harmagrátur Jeremiæ“! Nanna segir flestar bókanna prentaðar í Kaupmannahöfn en nokkrar á Hólum í Hjaltadal frá 1637-1753, meðal annars biblía Þorláks Skúlasonar frá 1637. „Ein biblían er prentuð í Skálholti 1686 og önnur í Viðeyjarklaustri 1841 en sú yngsta í Prentsmiðju Íslands í Reykjavík 1859.“ Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri, að sögn Nönnu. „Hingað kemur margt fólk daglega og sumir koma gagngert til að kíkja á sýninguna. Öllum finnst merkilegt að sjá svona gamlar bækur og krakkar staldra til dæmis við.“Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, frá 10 til 19 virka daga og laugardaga frá 11 til 16.
Menning Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira