Lífið

Líður eins og í framhjáhaldi

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Guðrún segir ekki á döfinni að færa sig meira í átt til textasmíða í tónlist.
Guðrún segir ekki á döfinni að færa sig meira í átt til textasmíða í tónlist. Fréttablaðið/Anton Brink
Athygli vekur að rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir semur texta við tónverk Skúla Sverrissonar í flutningi Ólafar Arnalds, sem frumflutt verður á Tectonics-tónlistarhátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, en hátíðin stendur fram á helgi. Fjórtán ný verk verða flutt á hátíðinni, þar af ellefu íslensk.

Guðrún Eva þreytti frumraun sína í textagerð við lag Trausta Bjarnasonar, Til þín, sem keppti í undankeppni Eurovision fyrr á þessu ári. „Já, ég er allt í einu orðin rosalega eftirsótt á þessu sviði,“ segir Guðrún Eva og hlær og segir ekki á döfinni að færa sig meira í átt til textasmíða í tónlist. „Ég er náttúrulega dálítið gift skáldskapnum og líður eiginlega eins og ég sé að halda fram hjá í svona verkefnum,“ bætir hún við.

Guðrún Eva segir verkefnin tvö gríðarlega ólík. „Þetta verkefni með Ólöfu er nær því sem ég hef áður gert. Þó ég skrifi lítið af ljóðum, þá kom þetta þannig til að Ólöf hafði samband við mig og við þekkjumst, og hún er svo inspírerandi manneskja að þetta var auðvelt því að ljóðið er svo innblásið af henni. Hún er svo mikill listamaður,“ útskýrir Guðrún Eva og segist enn á fullu í skáldskapnum. „Ég er rosa langt komin með næstu bók og það lítur allt út fyrir að bókin komi út á árinu. Hún fjallar um unglingsstúlku sem gerir allt vitlaust í heimabæ sínum, Stykkishólmi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.