Dýrasta sjálfsmyndin í bransanum Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 24. apríl 2014 07:00 Sextán nepalskir leiðsögumenn dóu á Everest-fjalli í síðustu viku. Þessir menn unnu við að hjálpa vestrænu fólki að vinna þá hetjudáð að stíga fæti á hæsta fjall heims. Núsit ég nú bara hérna við stofuhita og pikka inn orð á tölvu en langar samt að velta upp þeirri spurningu hvort það sé hetjudáð að klífa Everest-tind. Í því samhengi má nefna að það hafa um 1.500 manns þegar gert það, sá elsti var 76 ára, sá yngsti 13 ára. Árið 2001 fór blindur maður á toppinn. Menn hafa komist á toppinn frá öllum mögulegum hliðum, með og án súrefnis, í hóp eða verið einir á ferð. Árið 2005 var haldið brúðkaup á tindinum. Þó að það sé persónulegt afrek að klífa tindinn er það varla fréttnæmt eða samfélagslega merkilegt. Til að það teldist fréttnæmt veit ég ekki hvað fjallafólkið þyrfti að gera: klífa Everest berfætt, aftur á bak, haldandi á fiskabúri. Samt væri það bara kjánalegt. Ég ber virðingu fyrir öllum sem leggja á sig líkamlegt erfiði til að ná markmiðum sínum. En þetta nær ekkert lengra en það. Þetta er ekki Hringadróttinssaga. Það er enginn galdrakarl á toppnum sem bíður þar með mikilvæg skilaboð. Uppi á toppnum eru bara aðrir fjallagarpar með grýlukerti í skegginu sem segja upphátt hver við annan: „Jæja, þá kemst maður ekki hærra,“ sem er kaldhæðnislegt því í hvert skipti sem maður sest upp í farþegaþotu þá flýgur maður hærra en Evererst-tindur og þar getur maður slakað á í stól og sötrað Grand Marnier án þess að vera með grýlukerti í andlitinu. Ensamt leggja menn þetta á sig. Allt til að geta troðið frostbitnum lófa ofan í vasa sinn og náð þar í myndavél til að taka mynd af sjálfum sér á toppnum. Rándýr selfie. Og þar til í síðustu viku bar ég ákveðna virðingu fyrir því, allt þar til ég heyrði af dauðsföllum hinna nepölsku leiðsögumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun
Sextán nepalskir leiðsögumenn dóu á Everest-fjalli í síðustu viku. Þessir menn unnu við að hjálpa vestrænu fólki að vinna þá hetjudáð að stíga fæti á hæsta fjall heims. Núsit ég nú bara hérna við stofuhita og pikka inn orð á tölvu en langar samt að velta upp þeirri spurningu hvort það sé hetjudáð að klífa Everest-tind. Í því samhengi má nefna að það hafa um 1.500 manns þegar gert það, sá elsti var 76 ára, sá yngsti 13 ára. Árið 2001 fór blindur maður á toppinn. Menn hafa komist á toppinn frá öllum mögulegum hliðum, með og án súrefnis, í hóp eða verið einir á ferð. Árið 2005 var haldið brúðkaup á tindinum. Þó að það sé persónulegt afrek að klífa tindinn er það varla fréttnæmt eða samfélagslega merkilegt. Til að það teldist fréttnæmt veit ég ekki hvað fjallafólkið þyrfti að gera: klífa Everest berfætt, aftur á bak, haldandi á fiskabúri. Samt væri það bara kjánalegt. Ég ber virðingu fyrir öllum sem leggja á sig líkamlegt erfiði til að ná markmiðum sínum. En þetta nær ekkert lengra en það. Þetta er ekki Hringadróttinssaga. Það er enginn galdrakarl á toppnum sem bíður þar með mikilvæg skilaboð. Uppi á toppnum eru bara aðrir fjallagarpar með grýlukerti í skegginu sem segja upphátt hver við annan: „Jæja, þá kemst maður ekki hærra,“ sem er kaldhæðnislegt því í hvert skipti sem maður sest upp í farþegaþotu þá flýgur maður hærra en Evererst-tindur og þar getur maður slakað á í stól og sötrað Grand Marnier án þess að vera með grýlukerti í andlitinu. Ensamt leggja menn þetta á sig. Allt til að geta troðið frostbitnum lófa ofan í vasa sinn og náð þar í myndavél til að taka mynd af sjálfum sér á toppnum. Rándýr selfie. Og þar til í síðustu viku bar ég ákveðna virðingu fyrir því, allt þar til ég heyrði af dauðsföllum hinna nepölsku leiðsögumanna.