Sérútbúið trommusett fyrir Pollapönk 1. maí 2014 13:00 Hér sjáum við Dixarann eftir umbreytingarferlið mikla og er hann hér klár til brottfarar til Kaupmannahafnar. „Það er bæði mikill heiður fyrir okkur og einnig mikið gleðiefni að fá að taka þetta frábæra og sérútbúna trommusett með í keppnina,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks, en hann spilar á eitt vinsælasta og þekktasta trommusett Íslandssögunnar, Dixarann, í Eurovision-keppninni í ár. Um er að ræða sögufrægt trommusett sem komið hefur víða við á sínum langa og merka ferli. Upphaf Dixarans má rekja til ársins 1983, en hann var það ár keyptur glænýr af trommuleikaranum Benedikt Pálssyni í hljóðfæraversluninni Tónkvísl á Laufásveginum í Reykjavík. Trommusettið goðsagnakennda er að gerðinni Dixon, sem er sjaldséð vörumerki hér á landi og ekki selt í verslunum á Íslandi.uppruninn Hér sjáum við Dixarann eins og hann leit út í upphafi, þá var hann vínrauður og frekar óspennandi í útliti.„Ég man enn eftir því þegar ég keypti trommusettið, hljómurinn heillaði mig frá fyrstu stundu,“ segir Benedikt Pálsson, eigandi trommusettsins. Á árum áður lék Benedikt með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Glæsi, sem var þá húshljómsveit á skemmtistaðnum Glæsibæ og dvaldi Dixarinn sín fyrstu ár á sviði Glæsibæjar. Þegar Benedikt lagði kjuðana á hilluna tók við afslöppunartímabil hjá Dixaranum. „Trommusettið beið í geymslunni þar til barnabarnið mitt, Gunnar Leó Pálsson, fékk trommuáhugann og hefur settið verið í stöðugri notkun síðan,“ bætir Benedikt við.dixon grænt Hér er Dixarinn orðinn grænn eftir að hafa farið í fyrra umbreytingarferlið.Dixarinn fór svo í mikið umbreytingarferli árið 2011 og var vínrauða filman sem umlukið hafði trommuskelina alla tíð fjarlægð og settið fékk nýjan lit. „Við ákváðum að lappa upp á settið og máluðum það neongrænt og höfðum harðvöruna svarta. Settið var þar með orðið eitt það flottasta á landinu,“ segir Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, en hann tók þátt í því að breyta útliti Dixarans. Eftir að hafa deilt sviði með mörgum af þekktustu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu var komið að stóru stundinni, að fara í Eurovision og tók þá við umbreytingarferli númer tvö og var það talsvert umfangsmeira. „Hann var spartlaður, pússaður og málaður gulur en svarti liturinn fékk þó að vera áfram á harðvörunni. Nú er Dixarinn svo sannarlega í sparifötunum,“ segir trommuleikarinn Einar Valur Scheving, en ásamt honum tóku þeir Jóhann, Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, Þorbergur Ólafsson og Gunnar Leó Pálsson þátt í umbreytingunni.á leiðinni Þetta er síðasta myndin sem til er af Dixaranum í græna litnum. Hér er hann á leið í seinna umbreytingarferlið.„Það var alveg stórkostlegt og gríðarlega fallegt hvernig trommarar Íslands fylktu sér að baki okkur Pollapönkurum og eiga þeir heiður og mikla þökk skilda,“ segir Arnar Þór Gíslason sem er ákaflega sáttur með trommusettið. Það er mikil ást í trommusettinu sem á eftir að skína á sviðinu, bætir Arnar Þór við. Margir af þekktustu og vinsælustu trommuleikurum þjóðarinnar hafa notað Dixarann á tónleikum og samkomum en þar ber hæst Jóhann Hjörleifsson og Benedikt Brynleifsson. Þá hefur Arnar Þór einnig notað Dixarann á tónleikum með Mugison.Jóhann Hjörleifsson, sem er meðal annars trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns og Stórsveitar Reykjavíkur, hefur leikið á Dixarann á fjölda tónleika. „Mín reynsla af Dixaranum er alveg dásamleg. Hljómurinn og tónninn er til mikillar fyrirmyndar,“ segir Jóhann um trommusettið. Hann á sinn þátt í því að Dixarinn er orðinn að einu vinsælasta trommusetti landsins. „Þegar ég komst að því að þetta trommusett var lokað niður í kjallarageymslu í Breiðholti varð ég hissa og vildi ólmur leggja mitt af mörkum til þess að gera það að notadrjúgu trommusetti,“ segir Einar Scheving, sem notar Dixarann talsvert í dag.Benedikt Brynleifsson, sem er meðal annars trommuleikari 200.000 naglbíta og Helga Björns, notar hvert tækifæri sem Dixarinn er laus til þess að nota hann í sinni vinnu. „Dixarinn er einkar þægilegur og skemmtilegur. Ég nota hann alltaf þegar hann er laus, hann er sennilega eitt uppteknasta trommusett landsins,“ bætir Benedikt við en hann saknar þó græna litarins og fannst sá litur klæða settið best. Dixarinn hefur komið fram með mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og þar ber helst að nefna nöfn á borð við: Sálina hans Jóns míns, 200.000 naglbíta, Eyþór Inga og Atómskáldin, 88, Mugison, Land og sonum, Agli Ólafssyni, Regínu Ósk, Mannakornum, Made in Sveitin, Hvar er Mjallvít, SSSól, Reiðmenn vindanna, Micka Frurry og svo mætti lengi telja. Piltarnir í Pollapönki eru stoltir yfir að fá þetta vinsæla hljóðfæri í lið með sér í Eurovision. Eurovision Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Það er bæði mikill heiður fyrir okkur og einnig mikið gleðiefni að fá að taka þetta frábæra og sérútbúna trommusett með í keppnina,“ segir Arnar Þór Gíslason eða bleiki polli, trommuleikari Pollapönks, en hann spilar á eitt vinsælasta og þekktasta trommusett Íslandssögunnar, Dixarann, í Eurovision-keppninni í ár. Um er að ræða sögufrægt trommusett sem komið hefur víða við á sínum langa og merka ferli. Upphaf Dixarans má rekja til ársins 1983, en hann var það ár keyptur glænýr af trommuleikaranum Benedikt Pálssyni í hljóðfæraversluninni Tónkvísl á Laufásveginum í Reykjavík. Trommusettið goðsagnakennda er að gerðinni Dixon, sem er sjaldséð vörumerki hér á landi og ekki selt í verslunum á Íslandi.uppruninn Hér sjáum við Dixarann eins og hann leit út í upphafi, þá var hann vínrauður og frekar óspennandi í útliti.„Ég man enn eftir því þegar ég keypti trommusettið, hljómurinn heillaði mig frá fyrstu stundu,“ segir Benedikt Pálsson, eigandi trommusettsins. Á árum áður lék Benedikt með einni vinsælustu hljómsveit landsins, Glæsi, sem var þá húshljómsveit á skemmtistaðnum Glæsibæ og dvaldi Dixarinn sín fyrstu ár á sviði Glæsibæjar. Þegar Benedikt lagði kjuðana á hilluna tók við afslöppunartímabil hjá Dixaranum. „Trommusettið beið í geymslunni þar til barnabarnið mitt, Gunnar Leó Pálsson, fékk trommuáhugann og hefur settið verið í stöðugri notkun síðan,“ bætir Benedikt við.dixon grænt Hér er Dixarinn orðinn grænn eftir að hafa farið í fyrra umbreytingarferlið.Dixarinn fór svo í mikið umbreytingarferli árið 2011 og var vínrauða filman sem umlukið hafði trommuskelina alla tíð fjarlægð og settið fékk nýjan lit. „Við ákváðum að lappa upp á settið og máluðum það neongrænt og höfðum harðvöruna svarta. Settið var þar með orðið eitt það flottasta á landinu,“ segir Jóhann Hjörleifsson trommuleikari, en hann tók þátt í því að breyta útliti Dixarans. Eftir að hafa deilt sviði með mörgum af þekktustu nöfnum íslenskrar tónlistarsögu var komið að stóru stundinni, að fara í Eurovision og tók þá við umbreytingarferli númer tvö og var það talsvert umfangsmeira. „Hann var spartlaður, pússaður og málaður gulur en svarti liturinn fékk þó að vera áfram á harðvörunni. Nú er Dixarinn svo sannarlega í sparifötunum,“ segir trommuleikarinn Einar Valur Scheving, en ásamt honum tóku þeir Jóhann, Oddur Finnbogi Sigurbjörnsson, Þorbergur Ólafsson og Gunnar Leó Pálsson þátt í umbreytingunni.á leiðinni Þetta er síðasta myndin sem til er af Dixaranum í græna litnum. Hér er hann á leið í seinna umbreytingarferlið.„Það var alveg stórkostlegt og gríðarlega fallegt hvernig trommarar Íslands fylktu sér að baki okkur Pollapönkurum og eiga þeir heiður og mikla þökk skilda,“ segir Arnar Þór Gíslason sem er ákaflega sáttur með trommusettið. Það er mikil ást í trommusettinu sem á eftir að skína á sviðinu, bætir Arnar Þór við. Margir af þekktustu og vinsælustu trommuleikurum þjóðarinnar hafa notað Dixarann á tónleikum og samkomum en þar ber hæst Jóhann Hjörleifsson og Benedikt Brynleifsson. Þá hefur Arnar Þór einnig notað Dixarann á tónleikum með Mugison.Jóhann Hjörleifsson, sem er meðal annars trommuleikari Sálarinnar hans Jóns míns og Stórsveitar Reykjavíkur, hefur leikið á Dixarann á fjölda tónleika. „Mín reynsla af Dixaranum er alveg dásamleg. Hljómurinn og tónninn er til mikillar fyrirmyndar,“ segir Jóhann um trommusettið. Hann á sinn þátt í því að Dixarinn er orðinn að einu vinsælasta trommusetti landsins. „Þegar ég komst að því að þetta trommusett var lokað niður í kjallarageymslu í Breiðholti varð ég hissa og vildi ólmur leggja mitt af mörkum til þess að gera það að notadrjúgu trommusetti,“ segir Einar Scheving, sem notar Dixarann talsvert í dag.Benedikt Brynleifsson, sem er meðal annars trommuleikari 200.000 naglbíta og Helga Björns, notar hvert tækifæri sem Dixarinn er laus til þess að nota hann í sinni vinnu. „Dixarinn er einkar þægilegur og skemmtilegur. Ég nota hann alltaf þegar hann er laus, hann er sennilega eitt uppteknasta trommusett landsins,“ bætir Benedikt við en hann saknar þó græna litarins og fannst sá litur klæða settið best. Dixarinn hefur komið fram með mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar og þar ber helst að nefna nöfn á borð við: Sálina hans Jóns míns, 200.000 naglbíta, Eyþór Inga og Atómskáldin, 88, Mugison, Land og sonum, Agli Ólafssyni, Regínu Ósk, Mannakornum, Made in Sveitin, Hvar er Mjallvít, SSSól, Reiðmenn vindanna, Micka Frurry og svo mætti lengi telja. Piltarnir í Pollapönki eru stoltir yfir að fá þetta vinsæla hljóðfæri í lið með sér í Eurovision.
Eurovision Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira