Ætla að lemja Gunnar Nelson Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. maí 2014 10:30 Vígalegur Það eru ekki allir sem myndu þora að mæta Gunnari í hringnum. Visir/Getty „Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
„Við ætlum okkur að sigra Gunnar Nelson og við værum ekki að þessu nema við hefðum trú á því að við getum sigrað hann,“ segir Ragnar Ágúst Eðvaldsson, framleiðandi hjá CCP og skipuleggjandi liðs tæknimanna sem ætlar að glíma við Gunnar Nelson í kvöld. Um er að ræða tíu manna bardagalið úr tæknigeiranum, sjö frá CCP, einn frá Nýherja, einn frá Advania og einn frá Twitch TV.Bardaginn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint hér á Vísi. „Við höfum æft af miklu kappi og allir liðsmennirnir hafa mikla reynslu úr bardagaíþróttum,“ segir Sveinn Jóhannesson Kjarval, þjálfari tæknimannaliðsins. Um er að ræða EVE fanfest eða árshátíð þeirra sem spila tölvuleikinn EVE og fer hátíðin fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. „Það verður alvöru búr á sviðinu í Eldborg og það verða engin vettlingatök tekin í búrinu,“ segir Ragnar spurður út í aðstæðurnar. Keppnin virkar þannig að þessir tíu menn fara einn í einu í búrið og mæta þar Gunnari Nelson og allir með það að markmiði að leggja okkar besta bardagamann. „Gunnar Nelson getur unnið alla í slagsmálum en þegar svona fjöldi manna, með alla þessa reynslu, sækir að honum ætti það að hafa mikil áhrif, hann á eftir að þreytast,“ segir Sveinn og bætir við: „Einn liðsmaðurinn okkar, Jón Ingi Þorvaldsson, hefur einu sinni sigrað Gunnar Nelson í karate.“Tæknimannaliðið hefur æft af miklu kappi undanfarið.Allir í tæknimannabardagaliðinu eru vel reyndir í bardagaíþróttum og eru eða hafa verið að æfa ýmsar bardagaíþróttir. „Liðið er mjög sterkt, okkar bestu menn eru þó Pétur Jóhannes Óskarsson sem er 120 kíló að þyngd og æfir jújítsú, Pétur Eyþórsson, nífaldur glímukóngur í íslenskri glímu, og Vignir Grétar Stefánsson, sem er margfaldur Íslandsmeistari í júdó. Ég er mjög bjartsýnn,“ útskýrir Sveinn. Eins og flestir vita er Gunnar Nelson einn fremsti bardagamaður þjóðarinnar og var að tilkynna næsta bardaga innan UFC sem fram fer í Dublin í sumar. Eru þið ekkert hræddir við Gunnar? „Við værum ekkert að þessu ef þetta væri ekki alvöru bardagi, við ætlum að sigra Gunnar. Það er kominn tími á að sýna að hann er bara mannlegur,“ segir Ragnar. Bardaginn og hátíðahöldin fara fram í Eldborg í kvöld en búist er við allt að eitt þúsund erlendum gestum og einnig talsverðum fjölda Íslendinga. „Við erum að fara að smekkfylla Eldborgina,“ bætir Ragnar við. Hægt er að horfa á bardagann í beinni útsendingu á Twitch.tv/ccp.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Skautasvellið opnað í tíunda sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira