Veturinn segir okkur að Valur verði meistari Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2014 07:00 Hrafnhildur Skúladóttir fer í gegn í bikarsigri Vals. Vísir/Daníel Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Úrslitaeinvígi Stjörnunnar og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefst í kvöld í Mýrinni í Garðabæ en flautað verður til leiks klukkan 19.45. Stjarnan er deildar- og deildarbikarmeistari en Valskonur unnu bikarmeistaratitilinn. Fréttablaðið fékk Kára Garðarsson, þjálfara Gróttu, til að rýna í einvígið og hann segir það óumdeilt að þarna mætist tvö bestu lið landsins. „Það er engin spurning. Veturinn hefur sýnt það að Stjarnan og Valur eru með bestu liðin. Þau mættust í bikarnum og enduðu í tveimur efstu sætum deildarinnar. Stjarnan vinnur okkur, 3-1, í undanúrslitum og Valur vinnur ÍBV, 3-1. Þetta eru bestu liðin, alveg klárt,“ segir Kári. Valur vann öruggan 29-21 sigur á Stjörnunni í Mýrinni í Olís-deildinni í vetur en liðin skildu jöfn á Hlíðarenda. Valur hafði svo betur í bikarúrslitaleik liðanna, 24-19, þar sem Valsstúlkur skelltu í lás í varnarleiknum. „Það er ofboðslega erfitt að ráða í þetta. Veturinn segir okkur að Valskonur séu sigurstranglegri. Valur sigraði í tveimur innbyrðisleikjum liðanna í vetur og svo gerðu þau eitt jafntefli. Ef maður horfir á tölurnar bara hrátt þá hallast maður að Valssigri en ég held það verði þá í fjórum til fimm leikjum. Allavega vonast maður eftir því,“ segir Kári en bæði lið hafa misst leikmenn meiðsli á tímabilinu. „Sólveig Lára var ekkert með Stjörnunni á móti okkur og áður eru Garðbæingar búnir að missa Hönnu Birnu í meiðsli. Þar fara rosalega mörg hraðaupphlaupsmörk. Aftur á móti verður Valur ekki með Jenny í markinu. Begga (Berglind Íris Hansdóttir) er ekkert síðri markvörður en nú þarf hún að spila kannski fimm leiki í úrslitarimmu og maður veit ekki alveg í hvernig spilformi hún er. Svo missti Valur líka Írisi Ástu út sem er vanmetinn leikmaður. Það er eitthvað sem þarf að skoða rækilega.“ Hvað þarf Stjarnan að gera til að vinna þetta einvígi? „Hún þarf að spila sinn sterka varnarleik og stoppa þessa reynslumiklu leikmenn Vals. Stjörnustúlkurnar verða líka að skora eitthvað úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum því þeim hefur stundum gengið erfiðlega í sóknarleiknum,“ segir Kári, en hvernig spáir hann að einvígið fari? „Ég held að Valur vinni þetta 3-2 og það verði spenna fram á síðustu sekúndu.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira