„Þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli“ Baldvin Þormóðsson skrifar 8. maí 2014 15:00 Brynjar Dagur vill vekja athygli á popping-dansstílnum. vísir/andri marínó Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“ Ísland Got Talent Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira
Götudansmenningin á Íslandi fer ört vaxandi og þá ekki síst vegna nýjasta popping-dansæðisins og sigurvegara í Ísland Got Talent sem sérhæfir sig í slíkum danssporum. Sjálfur segist Brynjar Dagur Albertsson vonast til þess að sjá danssenuna stækka enn meira. „Ég er búinn að heyra að fullt af yngri krökkum sem sáu atriðið í þættinum ætli að reyna fyrir sér í popping,“ segir Brynjar Dagur. „Ég held að atriðið hafi vakið athygli á þessu og ég vona að margir muni byrja að poppa.“ Brynjar Dagur lærði umræddan dansstíl hjá Brynju Péturs í götudansskólanum hennar. „Popping-tæknin er í grunninn bara vöðvastjórnun,“ segir Brynja. „Þú spennir og sleppir vöðva. Þú ert að þjálfa þannig að ‘hittin' þín verði eins sterk og hægt er.“ Svonefndur popping-dansstíll varð til á vesturströnd Bandaríkjanna í lok sjöunda áratugarins og var mikið dansaður við fönk- og raftónlist.Brynja Péturs og Natasha Monay Royal ásamt nemanda sínum, Brynjari Degi, eftir sigur hans í Ísland Got Talent.mynd/einkasafn„Nú í dag eru dansararnir líka farnir að dansa við dubstep, eins og Brynjar gerði í Ísland Got Talent,“ segir Brynja sem hefur verið að kenna götudans á Íslandi í tíu ár. „Ég byrjaði að kenna popping í fyrra, síðan hef ég fengið erlenda gestakennara frá New York sem eru bæði upprennandi dansarar og stór nöfn,“ segir Brynja. Einn gestakennaranna var götudansarinn Android sem kenndi Brynjari Degi fyrstu popping-sporin. „Ég lærði mikið af honum, síðan hef ég líka fengið kennslu hjá Buddha Stretch, Munk og Hurricane í gegnum Brynju,“ segir Brynjar og bætir því við að hann dansi örlítið öðruvísi útgáfu af dansstílnum en vant er. „Alvöru popping er svona búggalú í mjöðmunum og stórar hreyfingar, en ég er meira í róbót og minni hreyfingum,“ segir ungi dansarinn en Brynja Péturs segir að hver dansari hafi sinn eigin stíl. „Þú kemur inn í samfélagið og þinn persónulegi stíll skiptir svo miklu máli, þú ert að læra að vera sterkur einstaklingur í dansi.“ Áhugasömum er bent á dansskóla Brynju Péturs og einnig dansnámskeiðin í Kramhúsinu en þar geta nemendur lært flestallar stefnur götudansins. Aðspurður hvort hann fari að setja sig í kennarahlutverkið segist Brynjar Dagur fyrst þurfa að fræðast og læra meira um stefnuna. „En það væri mjög gaman að kenna.“
Ísland Got Talent Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sjá meira