Frumflutningur á þýðingu Fuglsins bláa 12. maí 2014 12:00 Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Fréttablaðið/GVA Vonarstrætisleikhúsið með stuðningi Tjarnarbíós efnir til leiklestrar á Fuglinum bláa annað kvöld, þriðjudaginn 13. maí, til eflingar á hugsjónastarfi Amnesty International, en Íslandsdeild Amnesty verður 40 ára á þessu ári. Fuglinn blái verður fluttur í Tjarnarbíói annað kvöld til stuðnings Amnesty International. Fuglinn blái er eitt þekktasta verk leikbókmenntanna og hlaut höfundurinn, Maurice Maeterlinck, bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir það verk árið 1911. Fuglinn blái fór sigurför um heiminn þegar hann kom fram, þrátt fyrir að hann krefðist feikilegs sviðsbúnaðar og í honum væru 106 hlutverk. Hann hefur tvisvar verið kvikmyndaður og einnig var búin til leikin sjónvarpsröð byggð á honum. Hér er leikurinn styttur til muna og það eru 17 leikarar sem fara með hlutverkin, margir þó mörg. Hátt á annan tug þjóðkunnra listamanna taka þátt í flutningnum á leiknum sem er í íslenskum búningi eftir Einar Ól. Sveinsson. Þetta er frumflutningur á þessari þýðingu, en leikurinn hefur verið leikinn um víða veröld í heila öld. Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Allir listamenn sem koma að flutningi Fuglsins bláa gera það endurgjaldslaust og Tjarnarbíó leggur einnig fram húsaskjólið endurgjaldslaust til ágóða fyrir Amnesty. Leiklesturinn hefst klukkan 20. Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Vonarstrætisleikhúsið með stuðningi Tjarnarbíós efnir til leiklestrar á Fuglinum bláa annað kvöld, þriðjudaginn 13. maí, til eflingar á hugsjónastarfi Amnesty International, en Íslandsdeild Amnesty verður 40 ára á þessu ári. Fuglinn blái verður fluttur í Tjarnarbíói annað kvöld til stuðnings Amnesty International. Fuglinn blái er eitt þekktasta verk leikbókmenntanna og hlaut höfundurinn, Maurice Maeterlinck, bókmenntaverðlaun Nóbels fyrir það verk árið 1911. Fuglinn blái fór sigurför um heiminn þegar hann kom fram, þrátt fyrir að hann krefðist feikilegs sviðsbúnaðar og í honum væru 106 hlutverk. Hann hefur tvisvar verið kvikmyndaður og einnig var búin til leikin sjónvarpsröð byggð á honum. Hér er leikurinn styttur til muna og það eru 17 leikarar sem fara með hlutverkin, margir þó mörg. Hátt á annan tug þjóðkunnra listamanna taka þátt í flutningnum á leiknum sem er í íslenskum búningi eftir Einar Ól. Sveinsson. Þetta er frumflutningur á þessari þýðingu, en leikurinn hefur verið leikinn um víða veröld í heila öld. Sveinn Einarsson býr leikinn til flutnings og stýrir leiklestrinum. Allir listamenn sem koma að flutningi Fuglsins bláa gera það endurgjaldslaust og Tjarnarbíó leggur einnig fram húsaskjólið endurgjaldslaust til ágóða fyrir Amnesty. Leiklesturinn hefst klukkan 20.
Menning Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira