Valsmenn lofuðu mér stóru hlutverki í 2. flokki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2014 08:00 Agnar Smári Jónsson faðmar hér að ofan félaga sinn í Eyjaliðinu eftir að Íslandsbikarinn er kominn á loft. Liðsfélagar þeirra dást að bikarnum fyrir aftan þá. Fréttablaðið/Stefán „Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
„Ég ákvað að sofna með medalíuna í gær bara til þess að þegar ég vaknaði þá vissi ég að þetta væri satt. Ég vaknaði því með medalíuna í morgun og hugsaði: Þetta er ekki draumur,“ segir Agnar Smári Jónsson, hetja fyrsta Íslandsmeistaraliðs ÍBV. Áður en hann lagðist á koddann var hann þó ásamt liðsfélögum sínum búinn að fá magnaðar móttökur í Vestmannaeyjahöfn. „Það var flugeldasýning, rauðu blysin eins og á Þjóðhátíð og 700 manns á bryggjunni klukkan hálf tvö á fimmtudegi. Þetta var ólýsanlegt,“ rifjar Agnar upp en hann skoraði þrettán mörk á móti Haukum, þar á meðal sigurmarkið sem sendi alla Eyjamenn upp í sjöunda himin. Agnar Smári gerði gott betur en að tryggja ÍBV titilinn því hann jafnaði um leið markamet Sigurðar Vals Sveinssonar. Þeir tveir eru nú þeir einu sem hafa náð að skora tólf mörk utan af velli í einum leik í lokaúrslitum karla. Agnar er að gera þetta aðeins tvítugur og í sinni fyrstu úrslitakeppni. Stóra spurningin er samt hvernig datt Valsmönnum í hug að láta þennan strák fara síðasta haust? „Ég hef ekki hugmynd. Þeir fengu Geir Guðmundsson til sín og mér leist ekki á það því ég vildi fá stærra hlutverk. Þeir sögðu mér að ég myndi fá stórt hlutverk í 2. flokki en ég vildi það ekki. Það er náttúrulega bara hneisa og ég sé aldrei eftir þessu,“ sagði Agnar en hann segir Valsmenn ekki þekkja sig nógu vel.Elskar svona aðstæður „Þeir héldu vídeófund fyrir oddaleikinn á móti okkur og þar var sagt að ég myndi verða stressaður. Ég elska hins vegar svona aðstæður og ég þrífst á stemmingu. Maður verður líka ekkert stressaður því þessi stemming er úti í Eyjum líka,“ segir Agnar. Hann skoraði úr átta fyrstu skotunum sínum og var með tíu af fyrstu sautján mörkum Eyjaliðsins fyrir framan troðfullt hús. „Það er rosalega gott að ná fyrstu þremur skotunum inn því það gefur manni mikið sjálfstraust. Maður hættir ekkert að skjóta þegar maður er heitur,“ segir Agnar léttur. Reyndar var þetta hálfgert einvígi á milli Agnars og Haukamannsins Sigurbergs Sveinssonar. „Það er ömurlegt náttúrulega fyrir Sigurberg að vera með tólf mörk en samt ekki markahæstur,“ segir Agnar í smá stríðnistón. Hann hrósar þjálfurunum Gunnari Magnússyni og Arnari Péturssyni. „Gunni er frábær og ótrúlegur maður. Hann á endalaust hrós skilið og Arnar Péturs líka. Þetta er magnað kombó og þeir eru rosalega flottir saman og arkitektar að þessu öllu,“ segir Agnar, sem verður áfram í Eyjum. „Við verðum að sjá til hvernig næsta tímabil verður. Þetta er náttúrulega öskubuskuævintýri hérna. Við missum náttúrulega Róbert (Aron Hostert), sem er Zlatan íslenska handboltans því hann fer í lið og vinnur titla. Vonandi fáum við sterkan mann í hans stað,“ segir Agnar en Róbert Aron varð einnig Íslandsmeistari með Fram í fyrra.Faðmaður og kysstur „Við strákarnir erum mögnuð liðsheild og Vestmannaeyjabær allur. Núna er bara lítil Þjóðhátíð. Þessa dagana er maður faðmaður og kysstur við hvert tækifæri. Ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta á betri stað. Það er allt sumarið og Þjóðhátíðin eftir. Fyrsta helgin í ágúst, hversu geggjað verður það. Ég held ég verði heimamaður í hverju einasta hvíta tjaldi,“ sagði Agnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30 Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27 Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05 Mest lesið Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Haukur hafði betur gegn Martin - Tryggvi í sigurliði Körfubolti Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Conor: Ég grét af gleði Sport Fleiri fréttir Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Sjá meira
Íslandsmeistararnir fengu gæsahúðar-móttökur úti í Eyjum - myndband Eyjamenn fögnuðu vel í gærkvöldi og nótt eftir að karlalið félagsins tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrsta sinn í sögunni. 16. maí 2014 08:30
Þreföld Þjóðhátíð í Vestmannaeyjahöfn | Myndband Stemningin á bryggjunni í Vestmannaeyjum í nótt var lyginni líkust þegar Íslandsmeistarar ÍBV komu í höfn. 16. maí 2014 12:08
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍBV 28-29 | ÍBV Íslandsmeistari ÍBV varð í kvöld Íslandsmeistari karla í handknattleik í fyrsta skipti er liðið vann ævintýralegan sigur á Haukum í oddaleik. Gríðarlega jafn leikur en Eyjapeyjar kórónuðu ævintýri vetrarins með mögnuðum sigri. 15. maí 2014 14:27
Agnar Smári: Orðinn mesti Eyjamaður í heimi Agnar Smári Jónsson fór á kostum í oddaleiknum í kvöld og skoraði 13 mörk. 15. maí 2014 22:05