Þurfa öll börn að byrja í skóla á haustin? Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar 20. maí 2014 07:00 Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi eru um 300 börn á biðlista eftir leikskólaplássi og hafa foreldrar lent í vandræðum vegna þessa. Foreldrar vilja að börn komist í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur. Bygging nýrra leikskóla til að mæta þörfinni er dýr framkvæmd. Byggja þarf þrjá leikskóla til viðbótar til að anna þörfinni. Kostnaður gæti orðið einn milljarður króna. Samfylkingin í Kópavogi vill leita leiða til að leysa þetta vandamál. Við viljum skoða breytt fyrirkomulag á upphafi skólagöngu barna í Kópavogi, þannig að grunnskólinn taki tvisvar á ári inn börn úr leikskólanum. Fyrirkomulagið verði þannig að um áramót á sjötta aldursári hefji börn fædd fyrri hluta árs skólagöngu í grunnskóla og í ágúst það sama ár þau sem fædd eru síðari hluta ársins. Með því að taka helming hvers árgangs, um 250 börn, inn í grunnskóla sex mánuðum fyrr en nú er, skapast rými fyrir jafn mörg börn í leikskólum, sex mánuðum fyrr en nú er. Þannig styttist tíminn sem foreldrar þurfa að brúa frá lokum fæðingarorlofs að skólagöngu.Töluverður munur á þroska Annar kostur við það fyrirkomulag er að oft er töluverður munur á þroska barna sem fædd eru t.d. í janúar og síðan í desember. Út frá þeim forsendum gæti verið gott fyrir börnin að innritun í skólana fari fram tvisvar á ári. Við getum tekið dæmi af Jóni og Gunnu sem eignast barn í febrúar 2014 og taka níu mánuði í fæðingarorlof. Því lýkur í nóvember. Þau þurfa leikskólapláss fyrir barnið, en þar sem elstu börnin í leikskólanum byrja í grunnskóla að hausti verða Jón og Gunna að leita annarra úrræða frá nóvember og fram í júní/júlí því það losna engin pláss fyrr en um haustið þegar elsti árgangurinn fer úr leikskóla í grunnskóla. Ef börn eru tekin inn í grunnskólann tvisvar á ári, í janúar og ágúst, fara elstu hópar barna úr leikskóla í grunnskóla tvisvar á ári og biðtími Jóns og Gunnu eftir leikskólaplássi styttist. Þetta er gott fyrir börnin, foreldrana og samfélagið. Þetta er hugmynd sem við hvetjum Kópavogsbúa til að kynna sér vel og útfæra með okkur. Þannig gerum við Kópavog betri.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun