Flest bendir til þess að Aníta sé á réttri leið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2014 06:00 Aníta ætlar að toppa á HM ungmenna í Bandaríkjunum í sumar. fréttablaðið/valli Aníta Hinriksdóttir hefur náð góðum árangrum á æfingum í vetur og kemur sterk til leiks á utanhússtímabilinu í frjálsíþróttum sem hefst af fullri alvöru hjá henni um helgina. Þá keppir hún með sveit ÍR á Evrópumóti félagsliða í Hollandi. „Hún hefur æft talsvert meira í vetur en á sama tíma í fyrra og nú um páskana fórum við í æfingabúðir í fyrsta sinn,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar. „Þeir tímar sem hún hefur verið að ná á æfingum benda til að við séum á réttri leið. Ég geri mér engar væntingar um fyrstu hlaupin en það verður gaman að sjá hvað hún gerir.“ Aníta keppir á EM landsliða og sterku unglingamóti í Þýskalandi í júní en stefnt er að því að hún toppi á HM ungmenna í Bandaríkjunum í júlí. Allt miðast við það mót en af þeim ástæðum hafnaði hún boði um þátttöku á Demantamóti í Ósló í síðasta mánuði. Aníta keppti á HM innanhúss í vetur og náði nógu góðum tíma til að komast úr undanrásum og í úrslitin. Hún var hins vegar dæmd úr leik fyrir að stíga á línu. „Það gekk vel að vinna úr þeim vonbrigðum – það er að minnsta kosti ekki annað að sjá á æfingum. Upphaflega var ætlunin að nota mótið til að sjá hvar hún stæði gagnvart keppendum í fullorðinsflokki og við fengum þá niðurstöðu. Við bjuggumst til dæmis ekki við að komast í úrslitahlaupið en hún gerði það í raun og veru.“ Hann segir að þetta hafi verið áminning sem geti komið sér vel fyrir framtíðina. „Vonandi er þetta eitthvað sem kemur bara einu sinni fyrir og svo er þetta komið inn í undirmeðvitundina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira
Aníta Hinriksdóttir hefur náð góðum árangrum á æfingum í vetur og kemur sterk til leiks á utanhússtímabilinu í frjálsíþróttum sem hefst af fullri alvöru hjá henni um helgina. Þá keppir hún með sveit ÍR á Evrópumóti félagsliða í Hollandi. „Hún hefur æft talsvert meira í vetur en á sama tíma í fyrra og nú um páskana fórum við í æfingabúðir í fyrsta sinn,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hennar. „Þeir tímar sem hún hefur verið að ná á æfingum benda til að við séum á réttri leið. Ég geri mér engar væntingar um fyrstu hlaupin en það verður gaman að sjá hvað hún gerir.“ Aníta keppir á EM landsliða og sterku unglingamóti í Þýskalandi í júní en stefnt er að því að hún toppi á HM ungmenna í Bandaríkjunum í júlí. Allt miðast við það mót en af þeim ástæðum hafnaði hún boði um þátttöku á Demantamóti í Ósló í síðasta mánuði. Aníta keppti á HM innanhúss í vetur og náði nógu góðum tíma til að komast úr undanrásum og í úrslitin. Hún var hins vegar dæmd úr leik fyrir að stíga á línu. „Það gekk vel að vinna úr þeim vonbrigðum – það er að minnsta kosti ekki annað að sjá á æfingum. Upphaflega var ætlunin að nota mótið til að sjá hvar hún stæði gagnvart keppendum í fullorðinsflokki og við fengum þá niðurstöðu. Við bjuggumst til dæmis ekki við að komast í úrslitahlaupið en hún gerði það í raun og veru.“ Hann segir að þetta hafi verið áminning sem geti komið sér vel fyrir framtíðina. „Vonandi er þetta eitthvað sem kemur bara einu sinni fyrir og svo er þetta komið inn í undirmeðvitundina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Sjá meira