Hjálp, þvagið mitt er blátt! Teitur Guðmundsson skrifar 27. maí 2014 07:00 Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning að horfa ofan í klósettið og sjá það verða öðruvísi á litinn en venjulega þegar maður er að kasta af sér vatni. Ég tala nú ekki um ef því fylgja miklir verkir og óþægindi sem gera alla þessa upplifun hálfu verri, jafnvel svo slæma að viðkomandi engist um af kvölum og þarf að leita aðstoðar á sjúkrahúsi. Eins og flestir vita er þvag undir eðlilegum kringumstæðum glær- eða gulleitt og því býsna augljóst að eitthvað er mögulega að breyti það verulega um lit. Hafi slíkt ekki gerst áður getur það valdið hálfgerðu áfalli hjá einstaklingnum og eðlilega vill hann komast að því hvað veldur sem allra fyrst. Ýmsar mismunandi litabreytingar eru þekktar og sumar algengari en aðrar. Flestar þeirra eru sem betur fer býsna meinlausar og tímabundnar en það getur þó verið tilefni til þess að leita sér aðstoðar. Það kann þó að koma einhverjum á óvart að þvag geti nánast verið í öllum regnbogans litum. Þeir sem hafa svo sérstaklega gaman af þvagi og því hvernig það lítur út velta líka fyrir sér hvort það sé tært eða skýjað, gruggugt, botnfalli og svo framvegis. En það eru líklega fyrst og fremst heilbrigðisstéttir sem sýna þvagi svo gífurlegan áhuga. Það verður þó að segjast þeim til varnar að oft koma fyrstu einkenni sjúkdóma fram í þvagi og það er því nauðsynlegt að rýna það endrum og sinnum og jafnvel senda í ræktun.Regnboginn Tökum þá aðeins fyrir regnbogann og byrjum á gulum sem er hinn eðlilegi litur, en hann getur líka orðið skærgulur og nánast sjálflýsandi við inntöku vítamína eins og B2 sem margir nota. Einhver leitaði á stofu og sagðist vera orðinn geislavirkur svo sterkur verður liturinn á stundum. Algengt er að litur dökkni og dýpki við litla vökvainntöku, en svo getum við séð appelsínugulan sem stafar af lyfjum, en líka mögulega vegna lifrar- og gallsjúkdóma. Matur eins og ber, rætur og rabarbari geta valdið bleikum lit. Ýmis lyf hafa áhrif og mynda til dæmis rautt þvag, þó er algengara að ástæðan sé blæðing og geta legið margvísleg vandamál því til grundvallar. Þeir sjúkdómar sem valda blæðingum í þvagvegi eru fyrst og fremst nýrna- og þvagleiðarasteinar, sýkingar í nýrum, blöðru- og blöðruhálskirtli, bólgusjúkdómar hvers konar, auk krabbameina sem geta legið hvar sem er í raun og veru frá nýrum og að þvagrásaropi. Ættgengir sjúkdómar koma þarna stundum fram en eru sjaldgæf orsök hér en algengari í blökkumönnum til dæmis og svo auðvitað áverkar. Þá má ekki gleyma því að lyf geta ýtt undir blæðingu svo sem eins og blóðþynnandi efni, en líka sýkla- og krabbameinslyf. Að lokum má nefna að miklar æfingar og ofálag getur valdið blóði í þvagi. Litarefni sem eru í mörgum matvælum, þar á meðal íþróttadrykkjum, geta gert þvag grænt eða blátt svo dæmi séu tekin, sum lyf hafa sömu eiginleika og er gott að vara sjúklingana við því svo þeir fái ekki áfall við slíka skyndilega og afgerandi litabreytingu. Sýkingar með ákveðnum tegundum sýkla valda grænum lit og þá er til arfgengur sjúkdómur sem veldur bláleitu þvagi, en hann er afar sjaldgæfur. Til að klára litina þá getur það verið brúnt vegna bæði lyfja og sjúkdóma. Það getur því verið að mörgu að hyggja þegar kemur að orsökum litabreytinga. Almenna reglan ætti að vera sú að leita sér aðstoðar ef viðvarandi eða veruleg breyting á sér stað, en sérstaklega ætti rauður litur að vekja áhyggjur þar sem líklegast er að hann stafi af blæðingu sem nauðsynlegt er að átta sig á. Jafnvel þó þvag virðist hreinsa sig geta verið áframhaldandi smáblæðingar sem ekki sjást nema með ákveðinni rannsókn. Þeir, sem aftur á móti blæðir mikið, geta jafnvel orðið tepptir og ekki losað þar sem blóðið storknar í þvagvegunum. Flestir leita fljótlega til læknis en sérstaklega þeir sem fá mikla verki samfara blóðmigu eins og til dæmis við nýrnasteinakast. Ef þvagið er blátt er samt líklegast að það sé vegna litarefna og ólíklega alvarlegur sjúkdómur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun
Það hlýtur að vera óþægileg tilfinning að horfa ofan í klósettið og sjá það verða öðruvísi á litinn en venjulega þegar maður er að kasta af sér vatni. Ég tala nú ekki um ef því fylgja miklir verkir og óþægindi sem gera alla þessa upplifun hálfu verri, jafnvel svo slæma að viðkomandi engist um af kvölum og þarf að leita aðstoðar á sjúkrahúsi. Eins og flestir vita er þvag undir eðlilegum kringumstæðum glær- eða gulleitt og því býsna augljóst að eitthvað er mögulega að breyti það verulega um lit. Hafi slíkt ekki gerst áður getur það valdið hálfgerðu áfalli hjá einstaklingnum og eðlilega vill hann komast að því hvað veldur sem allra fyrst. Ýmsar mismunandi litabreytingar eru þekktar og sumar algengari en aðrar. Flestar þeirra eru sem betur fer býsna meinlausar og tímabundnar en það getur þó verið tilefni til þess að leita sér aðstoðar. Það kann þó að koma einhverjum á óvart að þvag geti nánast verið í öllum regnbogans litum. Þeir sem hafa svo sérstaklega gaman af þvagi og því hvernig það lítur út velta líka fyrir sér hvort það sé tært eða skýjað, gruggugt, botnfalli og svo framvegis. En það eru líklega fyrst og fremst heilbrigðisstéttir sem sýna þvagi svo gífurlegan áhuga. Það verður þó að segjast þeim til varnar að oft koma fyrstu einkenni sjúkdóma fram í þvagi og það er því nauðsynlegt að rýna það endrum og sinnum og jafnvel senda í ræktun.Regnboginn Tökum þá aðeins fyrir regnbogann og byrjum á gulum sem er hinn eðlilegi litur, en hann getur líka orðið skærgulur og nánast sjálflýsandi við inntöku vítamína eins og B2 sem margir nota. Einhver leitaði á stofu og sagðist vera orðinn geislavirkur svo sterkur verður liturinn á stundum. Algengt er að litur dökkni og dýpki við litla vökvainntöku, en svo getum við séð appelsínugulan sem stafar af lyfjum, en líka mögulega vegna lifrar- og gallsjúkdóma. Matur eins og ber, rætur og rabarbari geta valdið bleikum lit. Ýmis lyf hafa áhrif og mynda til dæmis rautt þvag, þó er algengara að ástæðan sé blæðing og geta legið margvísleg vandamál því til grundvallar. Þeir sjúkdómar sem valda blæðingum í þvagvegi eru fyrst og fremst nýrna- og þvagleiðarasteinar, sýkingar í nýrum, blöðru- og blöðruhálskirtli, bólgusjúkdómar hvers konar, auk krabbameina sem geta legið hvar sem er í raun og veru frá nýrum og að þvagrásaropi. Ættgengir sjúkdómar koma þarna stundum fram en eru sjaldgæf orsök hér en algengari í blökkumönnum til dæmis og svo auðvitað áverkar. Þá má ekki gleyma því að lyf geta ýtt undir blæðingu svo sem eins og blóðþynnandi efni, en líka sýkla- og krabbameinslyf. Að lokum má nefna að miklar æfingar og ofálag getur valdið blóði í þvagi. Litarefni sem eru í mörgum matvælum, þar á meðal íþróttadrykkjum, geta gert þvag grænt eða blátt svo dæmi séu tekin, sum lyf hafa sömu eiginleika og er gott að vara sjúklingana við því svo þeir fái ekki áfall við slíka skyndilega og afgerandi litabreytingu. Sýkingar með ákveðnum tegundum sýkla valda grænum lit og þá er til arfgengur sjúkdómur sem veldur bláleitu þvagi, en hann er afar sjaldgæfur. Til að klára litina þá getur það verið brúnt vegna bæði lyfja og sjúkdóma. Það getur því verið að mörgu að hyggja þegar kemur að orsökum litabreytinga. Almenna reglan ætti að vera sú að leita sér aðstoðar ef viðvarandi eða veruleg breyting á sér stað, en sérstaklega ætti rauður litur að vekja áhyggjur þar sem líklegast er að hann stafi af blæðingu sem nauðsynlegt er að átta sig á. Jafnvel þó þvag virðist hreinsa sig geta verið áframhaldandi smáblæðingar sem ekki sjást nema með ákveðinni rannsókn. Þeir, sem aftur á móti blæðir mikið, geta jafnvel orðið tepptir og ekki losað þar sem blóðið storknar í þvagvegunum. Flestir leita fljótlega til læknis en sérstaklega þeir sem fá mikla verki samfara blóðmigu eins og til dæmis við nýrnasteinakast. Ef þvagið er blátt er samt líklegast að það sé vegna litarefna og ólíklega alvarlegur sjúkdómur.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun