Þrjár flugur í einu höggi Brynjar Guðnason og Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 28. maí 2014 09:00 Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar