Þrjár flugur í einu höggi Brynjar Guðnason og Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 28. maí 2014 09:00 Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Píratar bjóða fram lista til sveitarstjórnarkosninga í fjórum sveitarfélögum í vor. Framboðin sameinast sérstaklega um stórt baráttumál: opið bókhald. En hvað þýðir það eiginlega? Við viljum að hver einasta færsla sé birt, fyrir utan þær sem ekki er hægt að birta vegna persónuverndarsjónarmiða, og að sett verði upp vefsíða þar sem einfalt og aðgengilegt er að leita í gögnunum. Með opnu bókhaldi sláum við ekki bara tvær heldur þrjár flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi sjá íbúar hvernig peningum þeirra er varið. Sveitarfélög eru rekin með okkar skattfé og við eigum rétt á að sjá í hvað peningarnir fara. Við fáum hugmyndir um betri þjónustu og fleiri tekjulindir þegar við sjáum þetta svona svart á hvítu. Íbúarýni á bókhald getur leitt til nýsköpunar í atvinnulífi og sterkari fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Í öðru lagi eykur opið bókhald aðhald. Kjörnir fulltrúar og embættismenn geta ekki falið útgjöld og líkur á spillingu og óhóflegri eyðslu minnka verulega. Í þriðja lagi hefur opið bókhald góð áhrif á rekstur almennt. Því til stuðnings bendum við á rannsóknir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem sýna fram á samsvörun milli opins bókhalds og betra lánshæfismats – og með betra lánshæfismati fást oft betri kjör á lánum. Píratar leggja áherslu á að aðgangur að bókhaldsgögnum sveitarfélaga verði auðveldur og þægilegur. Hægt verði að skoða og fletta upp útgjöldum eftir tegundum og dagsetningum. Greiðslur til fyrirtækja og verktaka verði opinberar. Þetta hefur verið gert víða um heim – til dæmis hafa mörg ríki Bandaríkjanna opnað vefsetur um gagnsæi og bjóða öllum sem áhuga hafa að skoða fjármál ríkjanna í þaula. Atkvæði til Pírata á kjördag er atkvæði með meira gagnsæi – þar sem við getum öll fylgst með útgjöldum, veitt kjörnum fulltrúum virkt aðhald, komið í veg fyrir spillingu, styrkt stöðu sveitarfélagsins og bætt þjónustu við íbúa.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar